Myndir - Heimsferðir
Almería

Á Almería strandlengjunni á suðausturhluta Spánar bjóða Heimsferðir upp á gistingu í strandbænum Roquetas de Mar. Þar er falleg 11 km löng strönd og meðfram henni hellulögð og snyrtileg strandgata þar sem upplagt er að taka góðan göngutúr, skokka, eða leigja reiðhjól enda allt á jafnsléttu.  Ströndin er hrein og falleg, milligrófur sandur og hafið virðist endalaust við sjóndeildarhringinn. Þar er hægt að njóta spænskrar menningar og eru strandirnar ekki yfirfullar, þrátt fyrir að ferðamönnum frá Evrópulöndum hafi fjölgað undanfarin ár. Gististaðir Heimsferða eru annað hvort við strandgötuna eða einni götu ofar, sem þýðir að aldrei er lengra en 200 metrar á ströndina. 

Hafnarborgin Almería er í u.þ.b. 30 mínútna akstursfjarlægð frá Roquetas de Mar og er vel þess virði að heimsækja hana á meðan á dvölinni stendur.  Þar er mikið af minjum, falleg strönd, mikið mannlíf og urmull af tapasstöðum, börum og öðrum veitingastöðum. Í borginni er hefðbundin rambla (breiðgata) eins og einkennir margar borgir á Spáni, út frá römblunni liggja svo litlar þröngar götur að aðalverslunargötunni, sem er samhliða römblunni. Á þeirri götu er að finna allar helstu verslanir eins og H&M, Zara, Mango og fleiri. Frá Roquetas de Mar til Almeríuborgar ganga strætisvagnar og leigubílar. 
 

Fararstjóri: Helga Thorberg

Smelltu hér til að skoða hagnýtar upplýsingar um  Almería

 

Kynnisferðir - Almería 


Ferð: Almería

Lýsing:
Lagt af stað kl. 09:30 og komið til baka um kl. 14:00. Farið verður á aðalverslunargötuna Paeso de Almeria og gengið í gegnum torg sem tengist leiklist, kvikmyndum og menningu yfirleitt. Þaðan verður gengið að Dómkirkjunni, sem á sér enga líka. Kirkjan er byggð á 16.öld eins og virki frá sjónum séð, en sem kirkja landmegin. Komið við á Constitution Torginu, þar sem sagan snýst um stjórnsýslu og trúmál. Farið verður upp á Alcasaba kastalahæðina og svo er gengið í gegnum Constitution Torgið. Þá heimsækjum við markaðinn í Almeria Mercado Central de Almeria, sem er staðsett í fallegri byggingu frá árinu 1900. Þar er á boðstólum góðgæti frá Miðjarðahafinu, matur, ávextir og grænmeti. Það verður hægt að fá sér að snæða áður en gengin er stutt leið að rútunni og heim frá Paeso de Almería. Á leiðinni hittum við John Lennon.


Ferð: Mini-Hollywood - Oasys

Lýsing:
Boðið er upp á ferð í kúrekaþorp og dýragarð. Keyrð er falleg leið frá Almería í átt að Granada. Aksturinn tekur um 40-50 mínútur frá Roquetas de Mar. Þegar á staðinn er komið þá er hægt að fara á kúreka- páfagauka- og Cancan danssýningu. 

Kúrekaþorpið er flott og upplifunin eins og að rölta inn í gamla vestramynd. Þessi ferð er fyrir alla aldurshópa. Í kúrekaþorpinu hafa margir frægir vestrar verið teknir upp t.d. Indiana Jones árið 1989. Einnig er kvikmyndasafn á svæðinu. Dýragarðurinn er stór og þar eru margar dýrategundir, t.d. ljón, tígrisdýr, gíraffar, úlfaldar, nashyrningar, flóðhestar, litlir apar o.fl. Einnig er hægt að fara í sundlaug með tveimur rennibrautum og kæla sig. 

Ferðin hefst um kl. 9 í Roquetas de Mar. Athugið að við leggjum af stað kl. 9 frá fyrsta gististað. Aðrir staðir eru sóttir á næstu 20 mínútum í röð frá fyrsta stað. Komið til baka kl. 1530 - 1600


Ferð: Sjóræningjasigling - Barco Pirata

Lýsing:
Klukkutíma sigling með Sjóræningaskipinu Barco Pirata. Skemmtun fyrir börnin um borð, þar sem þau taka þátt í leiknum. Siglt er frá höfninni í Roquestas de Mar. 


Ferð: Vínsmökkun - 18 ára og eldri

Lýsing:
Hálfdagsferð þar sem við ökum upp í Sierra Nevada fjöllin og heimsækjum vínekruna Cortijo El Cura. Þar er lífræn ræktun á vínum sem við fáum að smakka. Boðið er upp á hádegisverð í heimsókninni. Á leiðinni heim heimsækjum við fallega smábæinn Laujar de Andarax og skoðum okkur um áður en haldið er aftur til Roquestas.



Ath. Allar ferðir eru háðar lágmarksfjölda. Bóka þarf kynnisferðir hjá fararstjóra í þjónustusíma sem farþegum er sendur fyrir brottför. 

Vinsamlegast athugið að verð og tímasetningar eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, Heimsferðir áskilja sér rétt að breyta slíku án fyrirvara. Athugið að nákvæmar tímasetningar liggja endanlega fyrir rétt fyrir brottför og er öllum farþegum tilkynnt um þær.   


 

Á Almeria má finna skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.

VatnsrennibrautagarðarMario Park - vatnsrennibrautagarður í Roquetas de Mar
Aquavera – vatnsrennibrautagarður í um 115 km fjarlægð frá Roquetas de Mar 
Dýragarður

Aquarium Costa de Almeria - sjávardýrasafn

Skemmtigarðar

Oasys MiniHollywood - skemmtigarður með svæði í anda Villta vestursins, með dýragarði og sundlaugasvæði. 
Castor Park – lítill skemmtigarður fyrir fjölskyldur þar má m.a. finna hoppukastala, minigolf,  klessubíla o.fl. 

Go-kartKarting Copo & Roquetas go-kart braut í Roquetas de Mar. 
Santa Ana kastalinnCastillo de Santa Ana er kastali sem hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar síðastliðin 700 ár. Frá toppi kastalans er ágætt útsýni yfir höfn Roquetas de Mar. 
Granada borgGranada borg er frægust fyrir hina töfrandi márísku höll Alhambra og glæsilega íslamska byggingarlist 
Cabo de Gata-NíjarÞjóðgarður með stærsta friðlýsta svæði Andalúsíu. 


*Vert er að taka fram að þessar ferðir eru ekki á vegum Heimsferða, heldur aðeins hugmyndir um áhugaverða staði. Heimsferðir bera ekki ábyrgð á miðakaupum. 

Myndir
Myndir frá Almería
Dvalarstaðir
Stjörnugjöf
Svæði

Protur Roquetas Hotel & Spa

Roquetas de Mar

Maracay Apartmentos

Roquetas de Mar

Moguima Apartments

Roquetas de Mar

Best Sabinal

Roquetas de Mar

Playalinda Aquapark & SPA

Roquetas de Mar

Playacapricho

Roquetas de Mar

Playasol Aquapark & SPA

Roquetas de Mar

Best Roquetas

Roquetas de Mar

Zoraida Beach Resort Garden

Roquetas de Mar

Alua Golf Trinidad

Roquetas de Mar

Neptuno

Roquetas de Mar

Mediterraneo Bay Hotel & Resort

Roquetas de Mar

Arena Center

Roquetas de Mar

Golf Center Apartamentos

Roquetas de Mar

Bahia Serena

Roquetas de Mar