Sólarferð
Borgarferð
Golfferðir
Hreyfiferðir
Sérferðir
Sportferðir
Siglingar
Flugsæti

Um okkur

Markmið
Heimsferðir leggja áherslu á að bjóða góða gististaði á hverjum áfangastað, á hagstæðustu kjörum sem möguleg eru og góða og trausta þjónustu, í öllum þáttum ferðarinnar, allt frá því að ferð er bókuð og þar til henni er lokið. Heimsferðir leggja jafnframt áherslu á að kynna reglulega nýja og spennandi áfangastaði og ferðamöguleika fyrir Íslendinga og auka þar með fjölbreytileika í ferðamöguleikum á Íslandi. Ekkert er betri trygging fyrir ánægjulegu fríi en reynsla Heimsferða af skipulagningu ferða.

Sagan
Heimsferðir voru stofnaðar í mars árið 1992 og eru í dag ein stærsta ferðaskrifstofa landsins. Hjá Heimsferðum starfa um 30 starfsmenn, bæði á Íslandi og á áfangastöðum fyrirtækisins erlendis. Heimsferðir (ásamt íslensku ferðaskrifstofunni Terra Nova) eru hluti af Primera Travel Group sem er meðal stærstu aðila í ferðaskrifstofustarfsemi í Skandinavíu, með starfsemi á öllum Norðurlöndunum, en rekur auk þess ferðaskrifstofu í Eistlandi. Starfsemi Terra Nova er nú eingöngu á sviði innflutnings erlendra ferðamanna til landsins og rekur fyrirtækið m.a. bókunarvélina www.icelandtours.is. Jafnframt er flugfélagið Primera Air í eigu Primera Travel Group en flugfélagið annast nær allt leiguflug frá Skandinavíu fyrir fyrirtækin innan samstæðunnar. Nánari upplýsingar um Primera Travel Group má nálgast hér.

Staðsetning
Skrifstofa Heimsferða er í Skógarhlíð 18 í Reykjavík og þar eru höfuðstöðvar fyrirtækisins. Að auki eru Heimsferðir með starfsemi og skrifstofur á hinum ýmsu áfangastöðum á þeim tímum sem skipulagðar ferðir þangað standa yfir.

Fyrirtækjaskráning
Heimsferðir ehf.
Skógarhlíð 18
105 Reykjavík
Ísland

Kt. 470492-2289
Vsk. númer 40336

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti