Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Spurt & Svarað

Hérna að neðan má sjá svör við algengum spurningum sem ferðaráðgjafarnir okkar hafa fengið í gegnum tíðina.

Bókun á netinu
Tókst bókunin mín?
Bókun verður til á vefnum þegar fylltar hafa verið út farþegaupplýsingar og smellt hefur verið á gula BÓKA hnappinn. Við bókun á vefnum skal greiða staðfestingargjald. Staðfesting á bókuninni verður send á netfangið þitt en athugaðu að það getur tekið allt að 30 mínútur. Athugðu enn fremur að bókunarstaðfestingin gæti farið í aðrar möppur á pósthólfinu en innhólfið.

Bólusetningar ferðamanna
Þarf ég bólusetningu vegna ferðarinnar?
Ef þú átt bókaða ferð með okkur til suðlægra landa, einkum í hitabeltinu, þá bendum við á vef landlæknis þar sem sjá má nánari upplýsingar vegna bólusetninga ferðamanna en að mörgu þarf að huga þegar bólusetningarþörf er metin. Sjá nánari upplýsingar um bólusetningar ferðamanna á vef landlæknis.

Farangursheimild
Hvað má handfarangur og ferðataska vera mörg kíló?
Ekki eru öll flugfélög sem Heimsferðir fljúga með, með sömu reglur en alla jafna má handfarangur vera 5-10 kg og innrituð ferðataska alla jafna 20-23 kg.
Hér er hægt er að finna frekari upplýsingar um farangursheimild: https://www.heimsferdir.is/skoda/gott-ad-vita/farangursheimild/

Ferðagögn
Hvenær fæ ég ferðagögnin mín afhent?
Þegar bókuð hefur verið ferð eða flug fær farþegi send á netfangið sem gefið var upp við bókun "Bókunin mín" gögn en þau gögn gilda sem ferðagögn þegar ferð hefur verið að fullu greidd. 

Forfallatrygging
Hvað er felur forfallatrygging í sér? 
Farþegum stendur til boða að kaupa sérstaka forfallatryggingu við staðfestingu ferðar, hún er þó ekki í boði fyrir allar ferðir og bendum við fólki á að kynna sér sínar tryggingar ef það vill vera með forfallatryggingu. Ekki er hægt að bæta við forfallatryggingu eftir að bókun hefur verið staðfest. 
Forfallatrygging gildir að brottför ef farþegi forfallast vegna þungunar, veikinda, slyss, andláts eða andláts mjög náins ættingja, barnsburðar eða sóttkvíar og getur framvísað vottorði frá lækni um að farþegi hafi verið óferðafær á brottfarardegi. Sjálfsábyrgð er kr. 15.000 á mann og fæst ekki endurgreidd.

Innfalið í fæði
Hvað er innifalið í hálfu fæði?
Innifalið í hálfu fæði er morgunverður og kvöldverður.

Hvað er innifalið í fullu fæði?
Innifalið í fullu fæði er morgunverður, hádegisverður og kvöldverður.

Hvað er innifalið í allt innifalið?
Innifalið í allt innifalið er morgunverður, hádegisverður og kvöldverður ásamt innlendum áfengum og óáfengum drykkjum frá kl. 10-11 að morgni til kl. 22-23 á kvöldin. Athugið að reglur geta verið misjafnar á milli gististaða.

Lokagreiðsla
Fer lokagreiðsla sjálfkrafa út af kreditkortinu mínu?
Fyrirtækjum er óheimilt að geyma kreditkorta upplýsingar viðskiptavina og verða því viðskiptavinir að hafa samband við ferðaráðgjafa í síma 595-1000 vegna lokagreiðslu.

Stökktu
Hvað felur Stökktu tilboð í sér?
Þegar bókað er Stökktu felur það í sér að viðskiptavinur kaupir flugsæti og gistingu. Ekki er hægt að gera ráð fyrir því að sú gisting sem úthlutuð verður sé almennt í sölu hjá Heimsferðum. Gæði gistingar eru að lágmarki skv. bókun Stökktutilboðs hverju sinni eða sambærilegt, hvort heldur sem er skv. stjörnumati Heimsferða eða opinberri stjörnugjöf. Vert er að taka fram að farþegar verða að vera undir það búnir að þurfa að skipta um gististað meðan á dvöl stendur.

Athugið einnig að þegar bókað er Stökktu þá er vert að hafa í huga að Heimsferðir leitast við að upplýsa um gististað degi fyrir brottför sé það mögulegt en athugið að upplýsingar um gistingu gætu þó ekki fengist fyrr en við lendingu á áfangastað.

Vegabréf
Þarf ég að hafa vegabréf meðferðis?
Íslenskir ríkisborgarar skulu ávallt hafa vegabréf meðferðis þegar ferðast er til og frá Íslandi þar sem vegabréf eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin. Ökuskírteini sýnir t.d. ekki fram á íslenskt ríkisfang. Athugið að framlengd vegabréf teljast ekki lengur gild ferðaskilríki. Þeir sem hyggjast ferðast utan EES verða að hafa vegabréf sem gilda í a.m.k. 6 mánuði frá áætluðum ferðalokum. Rétt er að kynna sér hverjur kröfur er gerðar í þeim ríkjum sem heimsækja á.  Sjá nánari upplýsingar um vegabréf á vef utanríkisráðuneytisins.

Vegabréfsáritanir
Þarf ég vegabréfsáritun?
Rétt er að kynna sér tímanlega hvort vegabréfsáritunar / landgönguleyfis (e. Visa) sé krafist í því landi sem heimsækja á. Almennt þurfa íslenskir ríkisborgarar vegabréfsáritun en frá því gilda þó margar undantekningar samanber það sem gildir um ferðalög til aðildarríkja Schengen. Athugið einnig hvað Schengen vegabréfsáritun varðar að hafa fleiri en "single-entry" áritun ef til stendur að ferðast á milli landa sem eru utan Schengen svæðisins á meðan dvöl stendur.  Sjá nánari upplýsingar um vegabréfsáritanir á vef utanríkisráðuneytisins.

Öryggishólf
Eru öryggishólf á gististöðum farþegum að kostnaðarlausu? 
Misjafnt er hvað öryggishólf varðar á gististöðum en almennt þarf að greiða fyrir notkun á öryggishólfum.Deila núverandi vefslóð með tölvupósti