Við notum kökur
Við vekjum athygli á því að þegar farið er inn á vefsíðu Heimsferða vistast kökur (e. cookies) í tölvu notandans. Lesa meira
Ef það er eitthvað sem þú ert ekki ánægður með á meðan dvöl þinni í fríinu stendur, þá er mikilvægt að þú tilkynnir fararstjórum okkar sem eru fulltrúar ferðaskrifstofunnar það strax á staðnum, þannig að við fáum strax tækifæri til að leysa málið.
Ef þú telur að eitthvað sé ábótavant varðandi þjónustu eða annað er varðar gististaðinn skal gera starfsfólki gististaðarins viðvart, og einnig fararstjóra eftir því sem við á. Til þess að þú fáir sem mest úr úr fríinu er ávallt best að leysa málið á meðan dvöl stendur, því ekkert er hægt að gera eftir að heim er komið.
Ef þú telur að málið hafi ekki verið leyst á meðan dvöl stóð þá skal ábending þess efnis berast ferðaskrifstofu skriflega eins fljótt og við verður komið og í síðasta lagi innan mánaðar frá því að ferðinni lauk, að öðrum kosti verða hugsanlegar bótakröfur ekki teknar til greina.
Vinsamlega fylltu út reitina hér fyrir neðan þannig að við getum tekið málið fyrir og höfum allar nauðsynlegar upplýsingar. Öllum ábendingum er svarað en athugaðu að það getur tekið allt að 8 vikur, en það fer m.a. eftir umfangi ábendingar, hvort rekja þurfi málið og afla gagna vegna málsins.
Ef þú vilt koma á framfæri ábendingu er varðar annað sendu okkur þá póst á netfangið abendingar[hja]heimsferdir.is
Notaðu 'Ctrl+C' til að afrita vefslóðina. Stytta vefslóð: