Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Vegabréf og áritanir

Vegabréf
Íslenskir ríkisborgarar skulu ávallt hafa vegabréf meðferðis þegar ferðast er til og frá Íslandi þar sem vegabréf eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin. Ökuskírteini sýnir t.d. ekki fram á íslenskt ríkisfang. Athugið að framlengd vegabréf teljast ekki lengur gild ferðaskilríki. Þeir sem hyggjast ferðast utan EES verða að hafa vegabréf sem gilda í a.m.k. 6 mánuði frá áætluðum ferðalokum. Rétt er að kynna sér hverjur kröfur er gerðar í þeim ríkjum sem heimsækja á.  Sjá nánari upplýsingar um vegabréf á vef utanríkisráðuneytisins.

Vegabréfsáritanir
Rétt er að kynna sér tímanlega hvort vegabréfsáritunar / landgönguleyfis (e. Visa) sé krafist í því landi sem heimsækja á. Almennt þurfa íslenskir ríkisborgarar vegabréfsáritun en frá því gilda þó margar undantekningar samanber það sem gildir um ferðalög til aðildarríkja Schengen. Athugið einnig hvað Schengen vegabréfsáritun varðar að hafa fleiri en "single-entry" áritun ef til stendur að ferðast á milli landa sem eru utan Schengen svæðisins á meðan dvöl stendur.  Sjá nánari upplýsingar um vegabréfsáritanir á vef utanríkisráðuneytisins
.

Dóminíska Lýðveldið
Nauðsynlegt er fyrir íslenska ríkisborgara, að hafa svokallað „Tourist card“ eða ferðaheimild til þess að fá inngöngu inn til Dómíníska Lýðveldisins. Ferðamannaheimildin kostar 10,00 USD á hvern farþega og gildir í eitt ár frá kaupdegi í allt að 30 daga heimsókn, en greiða þarf með kreditkorti. Eingöngu er hægt að nýta hverja ferðaheimild einu sinni. Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferlið á vef ríkisskattsjóra Dóminíska Lýðveldisins.  

 

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti