Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Seinkun / Skemmd á tösku

Seinkun á flugi

Stundvísi er keppikefli Heimsferða en óhjákvæmilega geta orðið tafir á flugi í öllum flugrekstri, sem ferðaskrifstofan getur á engan hátt borið ábyrgð á. Ef verður töf á flugi eftir að innritun á flugvelli hefur farið fram, fer í gang verkferli samkvæmt alþjóðareglum.

Þjónustuaðili á flugvelli (handling agent) skal þá fyrir hönd flugfélagsins veita upplýsingagjöf, úthluta matarmiðum og jafnvel gistingu eftir lengd og eðli seinkunarinnar. Farþegar þurfa að fylgjast vel með í kallkerfi flugvallar og gera vart við sig hjá viðkomandi þjónustuaðila (handling agent), til þess að fá upplýsingar. Gott er að hafa hugfast að fyrstu og bestu upplýsingarnar fást á flugvellinum og ferðaskrifstofa eða fararstjóri fær nákvæmlega sömu upplýsingar og farþegi.

Verði veruleg töf er gott að hafa hugfast að jákvætt hugarfar er góður ferðafélagi.


Skemmd á tösku
Heimsferðir bera ekki ábyrgð á skemmdum á töskum sem kunna að verða í leiguflugi, áætlunarflugi, áætlunarbifreiðum eða öðrum farartækjum. Verði skemmdir á töskum í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá flugvallaryfirvöldum á staðnum.

Heimsferðir geta annast milligöngu um innheimtu á skaðabótum til erlendra leiguflugfélaga, sem Heimsferðir skipta við. Farþegi verður þá að framvísa tjónaskýrslu sem fengin er hjá flugvallaryfirvöldum, farseðli, töskumiðum (tag-númeri) og áætluðum viðgerðarkostnaði eða ef ekki er hægt að gera við töskuna, þá áætluðu verði samskonar tösku. Flugfélagið mun svo sjá um greiðslu skaðabóta samkvæmt alþjóðlegum reglum og er greiðsla send beint til farþega.

Sé um íslenskt flugfélag að ræða þarf sömuleiðis tjónaskýrslu frá flugvallaryfirvöldum, farseðil og töskumiða, en þá snýr fólk sér beint til flugfélagsins.

Hafi farþegi ekki tjónaskýrslu, getur hann ekki fengið tösku bætta. Heimsferðir bera ekki ábyrgð ef farangur tapast eða hann berst farþega seint vegna rangrar afgreiðslu á flugvelli.

Nánari upplýsingar um rétt farþega vegna seinkunar í flugi og skemmd á tösku má sjá á vef samgönguráðuneytisins www.samgongustofa.isDeila núverandi vefslóð með tölvupósti