Sérferðir - Ítalia - Draumur í Desenzano við Garda
Ítalia - Draumur í Desenzano við Garda
Ekki hægt að bóka
Því miður er engin gisting í boði fyrir umbeðinn fjölda farþega
Innifalið í verði:

Flug til Verona/KEF með Neos air. Rútuferðir og bátssiglingar skv. ferðalýsingu. Gisting í 7 nætur á 3ja stjörnu hóteli með morgunverði. 1 x kvöldverður í Verona, vínsmökkun Íslensk fararstjórn.. Aðgangur í Isola del Garda eyjuna og fordrykkur.

Ekki innifalið í verði:

Valkvæð þjónusta sem ekki er talin upp í dagskrá t.d. aðgangseyrir í söfn, Gistináttaskattur sem greiddur er á hótelinu.

Ferðalýsing

Gardavatn liggur í skjóli Alpanna í norðri og í suðri tekur Pósléttan við. Vatnið er stærsta stöðuvatn Ítalíu og teygir sig inn í þrjú héruð, Veneto, Lombardia og Trentino-Alto Adige. Það verður genginn ósnortinn af fegurð vatnsins. Staðurinn er margrómaður fyrir náttúrufegurð, há fjöllin sem umlykja vatnið og vínframleiðslu í Valpolicella dalnum og víðar. Allt umhverfis vatnið er að finna fjölbreyttan gróður en svæðið er nyrsta ólívu- og vínræktarsvæði í Evrópu. 

Í þessari ferð verður dvalið í bænum Desenzano á Hotel Bonotto, fallegu 3ja stjörnu hóteli. Þar er morgunverðarsalurinn á efstu hæðinni með fallegu útsýni og þaksvalir þar sem hægt er að sóla sig, fara í sauna og láta fara vel um sig í lítilli laug.

Í ferðinni siglum við á vatninu, vítt og breitt, nærliggjandi bæir verða heimsóttir. Við höfum viðkomu í bæjunum, Malcesine, Limone, Sirmione og Bardolino. Á meðan á dvöl stendur gefst tækifæri að fara í gönguferðir í Desenzano og nágrenni, meðfram Gardavatni. Miðbæjarkjarninn í Desenzano er einstaklega skemmtilegur, bæði gamla höfnin og nýja skútuhöfnin er glæsileg. Desenzano er rótgróinn og rekur sögu sína aftur til tíma Rómverja og margar merkar minjar hafa fundist þar sem vert er að skoða. 

Við gerum okkur dagamun og förum til Verona og endum kvöldið á veitingastað áður en við höldum heim til Desnenzano.

Við siglum svo út í hina ævintýralegu eyju Isola del Garda. Einnig verður boðið upp á vínsmökkun og ítalskri matargerð verða gerð góð skil. 

Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð. Landslagið, gróðurinn og fögur fjallasýn ramma svo inn þetta stærsta stöðuvatn á Ítalíu. Það eiga allir sinn uppáhaldsbæ við vatnið.