Sérferðir - Maria Callas í Verona og Garda - 20-29 júní 2025
Maria Callas í Verona og Garda - 20-29 júní 2025
BROTTFÖR20.06.2025
KEF-VRN (NO5958)
08:20
KEF-VRN (NO5958)
14:20
BROTTFÖR29.06.2025
VRN-KEF (NO7959)
18:00
VRN-KEF (NO7959)
20:20
a. Hotel Conca. Tvíbýli - götumegin
Heildarverð
728.000
VERÐ 364.000 KR

á mann m.v. 2 fullorðna

Bóka
b. Hotel Conca. Tvíbýli með útsýni út á Garda
Heildarverð
798.000
VERÐ 399.000 KR

á mann m.v. 2 fullorðna

Bóka
Innifalið í verði:

Flug með Neos air og ein innrituð taska. Gisting á 3ja og 4ra stjörnu hótelum í 9 nætur með morgunverði. Allur akstur og siglingar sem getið er um í ferðalýsingu. Óperukvöldverður með drykkjum. Miði í góð sæti (poltrona) á AIDA eftir Verdi í Arenunni. Kvöldverður við komuna til Garda. Aðgangur á Maria Callas safn. Fræðsla um Maria Callas, tónlist og söngvara sem tengjast innihaldi ferðarinnar. Staðarleiðsögn eins og við á og fararstjórn allan tímann.

Ekki innifalið í verði:

Sigling og heimsókn í eyjuna Garda. Óperutónleikar í Bardolino. Gistináttaskattur á hótelum og þjórfé eins og við á hverju sinni.

Ferðalýsing

Markhópur ferðarinnar er tónlistar- og söngáhugafólk og einlægir Maria Callas aðdáendur. Við höldum upp á nýlegt 100 ára fæðingarafmæli Maria Callas og förum á staði sem tengjast hennar lífi á Ítalíu. Lífshlaup söngkonunnar verður rakið í ferðinni og hennar minnst í öðru hverju orði. 

Við byrjum fyrstu tvær næturnar í Verona sem  óumdeilanlega ein af borgum ástarinnar. Þar förum við á ógleymanlega nýja uppfærslu á AIDA eftir Verdi í Arenunni. Auk þess förum við í fylgd með leiðsögn á þá staði sem tengjast Maria Callas í Verona. Þar göngum við í hennar fótspor og kynnumst sögustöðum bogarinnar sem tengjast henni og tónlistarlífinu. Verona er staðurinn sem Maria Callas kom fyrst til á Ítalíu og hún debúteraði í Arenunni. Möguleiki er að sjá fleiri sýningar í Arenunni ef áhugi er fyrir hendi.

Þessar fyrstu tvær nætur verður dvalið á hótelinu Leon d‘Oro****+ sem er klassískt hótel í göngufæri við miðbæ Verona. 

Eftir það færum við okkur til bæjarins Garda við Gardavatn þar sem dvalið verður næstu vikuna.  Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð. Það eiga allir sinn uppáhaldsbæ við vatnið og það átti Maria Callas líka.

 

Dvalið verður á hótelinu Conca d‘Oro***+ sem stendur alveg niður við vatnið. Hótelið er rótgróið og fjölskyldurekið með smekklega innréttuðum herbergum. Tvíbýlin eru ýmist götumegin eða snúa að vatninu. Góð aðstaða er á efstu hæð hótelsins til að sóla sig og njóta útsýnisins yfir vatnið. Steinsnar frá eru svo strandir þar sem hægt er að leigja bekki og njóta þess að dýfa sér í vatnið.

Farið verður í skoðunarferðir og siglt vítt og breitt um vatnið en einnig er möguleiki að slaka á í bland við skipulagðar ferðir. Við förum til Sirmione þar sem Maria dvaldi oft og tíðum og kynnumst veru hennar þar.  Við göngum um bæinn og út á hinn stórkostlega tanga þar sem Catullo rústirnar er að finna. 

Tónlistarlífið á þessum slóðum á sumrin er fjölbreytt og viðburðir tíðir. Í Bardolino, nágrannabæ Garda, eru jafnframt sumaróperutónleikar sem gaman er að hlusta á. Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð. Það eiga allir sinn uppáhaldsbæ við vatnið. 

Í ferðinni býður fararstjóri upp á fræðslu um söngdívuna elskuðu sem átti sín bestu ár á þessu svæði. Við munum nota hvert tækifæri til að kynnast lífi og starfi Maria Callas betur og sækja tónlistarviðburði.