á mann m.v. 2 fullorðna
á mann m.v. 2 fullorðna
Flug með Heimsferðum til Verona. Ein 20 kg. taska innifalin. Hótel í Marche 7 nætur með morgunverði, sundlaug og líkamsræktaraðstöðu. Hótel í Verona í tvær nætur með morgunverði.
Hellaheimsókn og safn tengt hellunum. Einn kvöldverður á hótelinu. Tveir hádegisverðir. Vínsmökkun með matarpörun. Ólífuolíuheimsókn með kvöldhressingu.
Allur akstur skv. leiðarlýsingu. Staðar- og gönguleiðsögn og íslensk fararstjórn og leiðsögn skv. dagskrá.
Aðgangur í heilsulind og meðferðir á hótelinu. Ferðir á frjálsum dögum. Þjórfé. Gistináttaskattur sem greiddur er á hótelinu.
Marche hérað er eitt best geymda leyndarmál Ítalíu. Þetta rólega og strjálbýla hérað liggur á milli Adríahafsins og öllu þekktari nágranna þess, Toskana og Umbria. Sumir segja að Marche sé eins og Toskana var fyrir 50 árum síðan, hrátt en undurfallegt. Hér er enn tækifæri til að upplifa Ítalíu án mannfjöldans.
Flogið er til Verona og keyrt rakleiðis til Marche héraðs þar sem dvalið er í viku. Síðustu tvo dagana er dvalið á hóteli í Verona þar sem borgin verður skoðuð frá ýmsum sjónarhornum. Við göngum þvers og kruss og kynnumst þessar borg sem er á UNESCO heimsminjaskrá. Skipulögð gönguferð meðfram borgarmúrunum sem liggja í sveig á San Pietro hæðinni með stórkostlegu útsýni yfir borgina.
Marche er staðsett á miðju stígvélinu, aftan á kálfanum austan megin, við Adríahafið. Stærsta borgin er Ancona sem stendur við sjóinn og er mikil skipahöfn. Flestir íbúar héraðsins búa við ströndina en inn til landsins eru dæmigerðir kastalabæir á fjallstoppum sem hanga utan í hlíðunum. Sveitirnar eru doppóttar með litlum þéttbýliskjörnum, þorpum og býlum.
Gönguferðirnar í Marche eru flestar utan alfaraleiða og á fáförnum stöðum í bland við stórkostlega útsýnisstaði. Þetta eru staðir sem rata ekki endilega inn í ferðahandbækur. Ferðin er hönnuð af sérfræðingum sem þekkja svæðið mjög vel og vita hvar hægt er að finna hið einstaka og dæmigerða fyrir svæðið.
Göngudagarnir eru ýmist hálfir eða heilir dagar, frá 8 km upp í 15 km. Við munum skoða Marche hérað bæði að innan og utan því við förum einnig ofan í jörðina og skoðum stórkostlegt hellakerfi. Þeir sem kjósa að taka sér göngufrí einhvern daginn, geta látið fara vel um sig á hótelinu þann daginn.
Markhópurinn fyrir þessa ferð er fólk á besta aldri, sem vill hreyfingu og taka vel á því nokkra daga í fríinu. Þess á milli þarf fólk að kunna að njóta lystisemda Ítalíu, láta dekra við sig og gera vel við sig í mat og drykk. Í bland við þetta er lögð áhersla á að kynnast landi og þjóð, sérkennum svæðisins og búa til minningar sem ylja. Þátttakendur í hverri ferð eru aldrei fleiri en 24.
Fyrstu vikuna verður dvalið á Hotel Bel Sit sem er 3ja stjörnu hótel sem stendur á dásamlegum stað með útsýni yfir ströndina í Senigallia og nærliggjandi sveitir með einkennandi aflíðandi hæðum og gömlum þorpum. Húsakosturinn er upphaflega frá 19. öld og stendur á rústum forns klausturs en síðar var þar reistur prestaskóli. Herbergin eru látlaus en staðsetningin og útsýnið sem við njótum úr garðinum er stórkostlegt.
Hotel Bel Sit býður upp á mjög góða aðstöðu til dekurs og dundurs. Stór og góð sundlaug er við hótelið, tennisvellir, líkamsræktaraðstaða og heilsulind þar sem hægt er að láta líða úr sér eftir vasklegar göngur dagsins. Heilsulindin hefur heitan pott, heita gufu, SAUNA og góða hvíldaraðstöðu. Kanna þarf bókunarstöðu ég gestamóttöku áður en aðstaðan er notuð. Einnig er hægt að bóka nudd og annað dekur með fyrirvara. Hótelið hefur nokkur hjól sem hægt er að leigja.
Morgunverðurinn er fjölbreyttur og hægt að borða í sérstökum morgunverðarsal eða úti þegar veður er gott.
Veitingastaðurinn á Bel Sit er í fallegum sal þar sem dekkað er upp fyrir kvöldverði og þjónað til borðs. Boðið er upp á þriggja rétta máltíðir með bragðgóðum kjöt- og fiskréttum sem framreiddir eru skv. staðbundnum uppskriftum og venjum. Gestir velja á milli tveggja fyrstu rétta og tveggja aðalrétta og skrá sig í kvöldverð deginum áður.
Herbergin eru með loftkælingu en búast má við að það sé slökkt á henni á þessum árstíma. Góð vifta er í loftinu á öllum herbergjum og herbergin með flugnaneti fyrir gluggum.
Tvíbýlin
Einbýlin eru af tegundinni Comfort Easy sem eru ca. 14m2 + lítið baðherbergið með sturtu. Snúa í átt að hafinu
Hér er kynningarmyndband frá hótelinu.
Hótelið hefur aðstöðu niður við ströndina við Senigallia sem kölluð er flauelsströndin. Upplagt fyrir þá sem vilja njóta strandlífsins þá daga sem tími gefst til. Hægt er að leigja handklæði á hótelinu. Á tennisvellinum við hótelið gefst tækifæri til að æfa bakhöndina og einnig er stutt í golfvöllinn í Conero ef þarf að pússa sveifluna.
Í Verona dveljum við á Hotel Italia sem er vel staðsett til að kynnast Veronaborg á gönguför.
Gönguleiðsögumaður er Niki Morganti sem er fæddur og uppalinn í Senigallia í Marche og þekkir því svæðið eins og lófann á sér. Hann er menntaður leiðsögumaður bæði fyrir náttúru- og fjallaferðir og er einnig með próf í náttúruvísindum. Menntun hans er frábær grunnur fyrir leiðsögnina og hann nýtur þess að bæta við upplifunina með að tengja ferðirnar við gróður, sögu, menningu, og matarhefðir svæðisins sem við förum um. Hann hefur komið nokkrum sinnum til Íslands með hópa og skipuleggur reglulega ferðir innan Ítalíu og til Lapplands, Nepal og Kanaríeyja.
Útbúnaðarlisti
Góðir en léttir gönguskór, utanvegaskór ættu að duga fyrir flesta. Ökklastuðningur alltaf góður samt. Göngustafir fyrir þá sem vilja. Hattur eða eitthvað til að hylja höfuðið er alveg nauðsyn, ásamt góðum sólgleraugum. Sólarvörn og varasalvi. Lítið handklæði til að þurrka svita. Kannski sessa. Lítill göngupoki og vatnsbrúsi til að fylla á. Mæli með síðbuxum, eða buxum sem hægt er að fjarlægja skálmar af, til að lágmarka rispur á leggjum út af gróðri. Regn og/eða vindjakki. Kannski regnslá. Annar búnaður er undir hverjum og einum komið og hvað hentar best persónulega.
Dagskrá er útgefin með fyrirvara um breytingar og tilfærslur í tímasetningum. Heimsferðir sjá um bókanir og sölu í ferðina ásamt tryggingar.
Fararstjóri er Ágústa Sigrún Ágústsdóttir. Hún hefur mannauðsstjórnun og markþjálfun að aðalstarfi en ræturnar hennar eru í söng og fararstjórn sem hún sinnir jafnhliða öðrum störfum.
Ágústa er menntaður leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands og hefur unnið við fararstjórn á Ítalíu, Króatíu og Slóveníu yfir 20 ár og hún hefur einnig starfað sem leiðsögumaður á Íslandi fyrir ítölsku- og enskumælandi ferðamönnum um Ísland. Hún á sína uppeldisstöð í Marche-héraði og hefur heimsótt svæðið reglulega frá aldamótum.
Ágústa talar ítölsku og heldur úti ferðabloggi undir nafninu Flandrr ferðamiðstöð þar sem hún varpar upp áhugaverðum vinklum um ýmislegt tengt ferðalögum: www.flandrr.is