Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Verona - Haust 2018

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

ALMENNAR UPPLÝSINGAR
Ítalía er rúmlega 300.000 ferkm. að stærð, það er lýðveldi og þar búa um 60 milljónir manna,  þar af einungis um 265 þúsund í borginni Veróna sem er í norðurhluta landsins. Á Ítalíu er töluð ítalska en margir skilja og tala ensku. Á Ítalíu er klukkan 2 klst á undan íslenska tímanum frá lok mars til lok októbers – annars er tímamismunur 1 klst frá lok október til lok mars.  


VEGABRÉF
Nauðsynlegt er að hafa gilt vegabréf í ferð til Ítalíu en Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun (visum). Gott ráð er að hafa líka ljósrit af passanum með í för. Farþegar með erlent vegabréf þurfa sjálfir að kanna hvort þeir þurfa vegabréfsáritun inn í landið. Farþegar bera einir ábyrgð á því að vegabréf sé gilt og sé viðkomandi meinað að ferðast vegna ófullnægjandi skilríkja, fæst ferðin ekki endurgreidd af hendi ferðaskrifstofunnar.
Athugið!

Gott er að taka ljósrit af vegabréfinu (síðan með myndinni og vegabréfsupplýsingum) og hafa með    sér 
Vegabréfið þarf að vera í gildi í sex mánuði eftir að heim er komið.



FERÐAMANNASKATTUR
Það þarf að greiða ferðamannaskatt á öllum hótelum í Veróna. Skattinn þurfa ferðamenn að greiða sjálfir á viðkomandi hóteli við brottför.  Upphæðin er: 2  EUR á mann á dag á 3* hótelum og 3 EUR á mann á dag á 4* hótelum. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn. 


FLUG & FLUGVÖLLUR
Flogið er til Veróna en flugvöllurinn þar heitir Verona Villafranca Airport. Flugtíminn til Veróna frá Keflavík er um 4 klst. Mæta þarf til innritunar á flugvöll eigi síðar en 2 klst fyrir áætlaða brottför.



TAFIR Í FLUGI
Stundvísi er keppikefli Heimsferða en óhjákvæmilega geta orðið tafir á flugi í öllum flugrekstri, sem ferðaskrifstofan getur á engan hátt borið ábyrgð á. Ef verður töf á flugi eftir að innritun á flugvelli hefur farið fram, fer í gang verkferli samkvæmt alþjóðareglum. Þjónustuaðilar á flugvelli (handling agent) skal þá fyrir hönd flugfélagsins veita upplýsingagjöf, úthluta matarmiðum og jafnvel hótel eftir lengd og eðli seinkanna. Farþegar þurfa að fylgjast vel með í kallkerfi flugvallar og gera vart við sig hjá viðkomandi þjónustuaðila (handling agent), til þess að fá upplýsingar. Gott er að hafa hugfast að fyrstu og bestu upplýsingarnar fást á flugvellinum og ferðaskrifstofa eða fararstjóri fær nákvæmlega sömu upplýsingar og farþegi. Verði veruleg töf er gott að hafa hugfast að jákvætt hugarfar er góður ferðafélagi.



TRYGGINGAR
Farþegar bera sjálfir ábyrgð á því að tryggingar þeirra séu í lagi meðan á ferð þeirra stendur. Hafi ferðin verið greidd með kreditkorti, er farþegi oft með góðar tryggingar í þeim kortum. En við bendum farþegum einnig á að hafa með Evrópska sjúkratryggingakortið með í för,  sem veitir rétt á allri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á ríkisreknum stofnunum í löndum EES. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Sjúkratryggingum Íslands (www.sjukra.is).  Ef farþegi kýs að fara á einkarekna sjúkrastofnun á hann ekki rétt á endurgreiðslu í öllum tilfellum, því er mikilvægt að kanna tryggingar sínar vel fyrir brottför. 



FARANGUR & FARANGURSHEIMILD
Farangursheimild getur verið mismunandi eftir flugfélögum, en upplýsingar um farangursheimild er að finna á flugmiðanum. Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu hjá þjónustuaðila á flugvelli, ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið ekki bætt. Passið vel upp á að gleyma engu um borð í flugvélinni.



DRYKKJARVATN
Á Ítalíu er almennt gott vatn, en í öryggisskyni er farþegum ráðlagt að kaupa drykkjarvatn á flöskum. Í miklum hita er ekki gott að drekka ískalt vatn, betra er fyrir magann að fá vatnið í volgara lagi.



GJALDMIÐILL & KREDITKORT
Gjaldmiðillinn á Ítalíu er Evra (EUR). Athugið að almennt er ekki hægt að nota annan gjaldmiðil í verslunum, en hægt er að skipta öðrum gjaldmiðlum í bönkum. Öll helstu kreditkort er hægt að nota í verslunum og hraðbönkum í borginni, en nauðsynlegt er að vita pin-númer viðkomandi korts. Ef kort tapast, hringið í neyðarnúmer kortafyrirtækjanna og látið loka kortinu:

VISA: (00354) 525 2000 eða 525 2200.     
MASTERCARD: (00354) 533 1400.


VIÐ KOMU Á ÁFANGASTAÐ
Fararstjórar Heimsferða taka á móti hópnum á flugvellinum og þeim sem eiga pantaða rútuferð er ekið frá flugvelli að hóteli. Tekur sú ferð um 20 mínútur en fer dálítið eftir umferð og á hversu mörg hótel rútan fer. Á leiðinni fara fararstjórar yfir helstu atriði sem að hafa ber í huga, sem og dagskrá kynnisferða o.fl. Ekki er hægt að bóka rútu nema á skrifstofu Heimsferða áður en ferðin hefst. Passið vel upp á að gleyma engu um borð í rútunni.



ÞJÓNUSTA Á ÁFANGASTAÐ
Fararstjórar eru fulltrúar ferðaskrifstofunnar á staðnum og sinna farþegum meðan á dvöl þeirra stendur. Ef farþegi telur að eitthvað sé ábótavant varðandi þjónustu hótels eða ónægja er með íbúð/herbergi skal gera fararstjóra og/eða starfsfólki hótelsins viðvart, því ekkert er hægt að gera eftir að heim er komið.  



GISTISTAÐIR
Gestir eru vinsamlegast beðnir að kynnar sér reglur hótelsins og virða almennar umgengnisreglur, m.a um næturkyrrð. Samkvæmt alþjóðareglum þarf að losa herbergi/íbúð ýmist fyrir hádegi eða á hádegi á brottfarardegi. Einstaka hótel fer fram á tryggingargjald sem er endurgreitt við brottför ef ekkert tjón hefur orðið á herbergi/íbúð meðan á dvöl stóð. Þá getur hótelið farið fram á kreditkortanúmer sem tryggingu meðan á dvöl stendur. 



LÆKNAR
Ágætis læknisþjónusta er  á svæðinu. Vinsamlega leitið ráða hjá hótelmóttöku  ef á lækni þarf að halda. Apótek (Farmacia) hafa að öllu jöfnu sama opnunartíma og verslanir en í hótelmóttökum má fá upplýsingar um kvöld- og helgarvaktir.



BROTTFÖR
Þeir sem eiga pantaða rútuferð frá hóteli á flugvöll fá brottfarartíma staðfestan hjá fararstjóra. Brottfarartími frá hótelum er auglýstur á hverju hóteli fyrir sig. Farþegar þurfa að skrá sig út af herbergjum fyrir eða um hádegi á brottfarardegi. Hótelmóttakan sér um að geyma farangur fram að brottför ef á þarf að halda. Þeir sem eru eingöngu bókaðir í flugsæti bera sjálfir ábyrgð á því að fá brottfarartíma staðfestan á flugvelli eða skrifstofu Heimsferða á Íslandi í síma 00354-595-1000.



SAMGÖNGUR
Leigubíla má finna við merkta staura í miðborg Verona, við járnbrautarstöðina og flugvöllinn. Einnig má panta bíl í síma (045)532666 eða biðja hótelmóttökur að aðstoða. Það er lest sem fer reglulega á milli Milanó og Feneyja stoppar bæði í Peschiera og í Verona og frá Verona liggja leiðir til allra átta, bæði í lest og í rútum.



VEÐURFAR
Meðalhiti í Veróna í október  er um 14° en hitinn getur orðið hærri eða lægri eftir tíðarfari.  Athugið að hitastigið getur farið niður í 11° að kvöldlagi.  Mælt er með þægilegum fatnaði, góðum götuskóm og alltaf gott að hafa regnhlíf við hendina. 



SÍMI, RAFMAGN & TÖLVUR
Á Ítalíu er rafmagnið 220 volt eins og hér á Íslandi. Þegar hringt er úr íslenskum síma frá Ítalíu og í íslenskt númer skal setja inn 00354- á undan símanúmerinu. Ef hringja skal úr íslenskum síma í ítalskt númer skal setja inn 0039- á undan númerinu. Þá er vert að taka fram að þó að hótelið sem dvalið er á, bjóði aðgang að þráðlausu wi-fi, að þá getur internetsambandið á stundum verið höktandi og ekki á það að treysta að fullu.

 

VERSLANIR
Flestar verslanir eru opnar frá 09:00-12:30 og 15:30-19:30 virka daga, en flestar verslanir eru lokaðar á sunnudögum og fyrir hádegi á mánudögum. Helsta verslunargatan í miðborg Verona er Via Giuseppe Mazzini.   Á laugardagsmorgnum er stór markaður við íþróttavöllinn, lo Stadio ( fótboltavellinum). OVS – flott fataverslun með ódýrara vörum á Via Roma – og Via G. Mazzini   http://www.ovs.it/  Coin – góð verslun á nokkrum hæðum með merkjavöru á ágætu verði. Opin líka á sunnudögum. Staðsett í sömu götu og svalirnar hennar Júlíu í áttina frá Piazza Erbe. http://www.coin.it Desigual – flott verslun í hliðargötu frá Via Mazzini. Corso Porta Borsari og Via Mazzini – göturnar með flottu og fínu verslununum sem eru í dýrari kantinum en einnig eru ódýrari búðir þar innan um eins og t.d. Zara. Via Roma – skemmtileg gata með börum og verslunum, t.d. góðum skóbúðum. Adigeo- ný verslunarmiðstöð sem opnaði í vor. Þar eru 130 verslanir. Skammt frá miðbænum.



TAX-FREE

Flestar verslanir bjóða upp á svokallað Tax-Free ef keypt er fyrir ákveðna upphæð í viðkomandi verslun. Verslunin fyllir þá út sérstakt eyðublað sem viðskiptavinir þurfa að fá stimplað hjá tollvörðum á flugvellinum við brottför.  Ath. að þetta er gert fyrir innritun á flugvelli og hafa tollverðir leyfi til þess að óska eftir að sjá varninginn sem verslaður var. Í verslun þarf að framvísa vegabréfi þegar sótt er um Tax-Free.



ÞJÓRFÉ
Það tíðkast enn að gefa þjórfé á Ítalíu, þeir sem þess vænta eru þjónar á veitingastöðum, barþjónar, hárgreiðslumeistarar, ræstingastúlkur á hótelum og bílstjórar í kynnisferðum.  Vaninn er að gefa 5-10%. .  Íslenskur ræðismaður Fr. Olga Clausen Preatoni, er ræðismaður Íslands í Mílanó. Skrifstofan er á Via Luigi Vitali 2, 20122 Mílanó. Sími: (0039) 02 783 640. Netfang: segreteria@consolatoislanda.it   og  olgaclausen@iol.it.



VEITINGAR & SKEMMTUN
Ítalskur matur er afar fjölbreyttur og góður. Í Veróna má finna úrval frábærra veitingastaða. 

Hér eru dæmi um nokkra góða staði en hafið í huga að oftast þarf að panta borð fyrirfram:

 • Ciccarelli, Via Mantovana 171, Hefðbundinn en góður, verðlaunaður matur á góðu verði. 
 • Dodici Apostoli,Vicolo Corticella S.Marco,3. Glæsilegur staður í sögulegri byggingu. Heldur í gamlar hefðir.
 • Re Teodorico, Piazzale Castello S. Pietro,1. Skemmtilegur staður með útýni yfir alla borgina. Erfitt að ganga upp að honum svo gott er að taka leigubíl. http://www.teodoricore.com/home Arche, Via Arche Scagliere, 6. Fínn staður á móti Scagliere-bogunum, útsýni, hefðbundinn matur og  sjávarréttir.
 • Il Cenacolo, Via Teatro Filarmonico, 10. Góður matur og fjölbreyttur matseðill.
 • Bottega del Vino, Via scudo di Francia, 3. Glæsilegt úrval af vínum, góður matur og notalegt  andrúmsloft.
 • Caffe Dante - Staðsettur á litlu torgi út frá Piazza Erbe sem heitir Piazza dei Signori. Á þessu torgi er líka skemmtilegur turn sem er gaman að fara uppí og skoða útsýnið yfir borgina. http://www.caffedante.it
 • Calmiere - Staðsettur á San Zeno torginu, ekta fyrir þá sem hafa áhuga á týpiskri ítalskri matargerð út þessu héraði. Þar er einnig fræg gömul og merkileg kirkja. Hægt að sitja úti í góðu veðri. http://calmiere.com/en
 • Al Duomo - Skemmtilegur staður rétt við Dómkirkjuna, gaman að sitja í garðinum í hádeginu. http://www.tripadvisor.com/Restaurant_Review-g187871-d886798-Reviews-Al_DuomoVerona_Province_of_Verona_Veneto.html
 • Ristorante Castel Vecchio -Mjög flottur staður fyrir þá sem vilja gera vel við sig, staðsettur á móti kastalanum en er í dýrari kantinum. http://www.ristorantecastelvecchio.com
 • Filarmonico Caffee - Skemmtilegur bar, hægt að fá sér drykk og létta rétti, staðsettur rétt við Hotel Mastino.  http://www.tripadvisor.it/Restaurant_Review-g187871-d2306584-Reviews-Filarmonico_CaffeeVerona_Province_of_Verona_Veneto.html   
 • Caffè-Borsari – flott kaffihús með eðal kaffi, staðsett á Corso Porta Borsari.
 • Signor Vino – skemmtilegur bar á horni Corso Porta Borsari og Via Armando Diaz. Hægt að kaupa mjög góð vín á góðu verði. http://www.signorvino.com/it/negozi/verona
 •  Macelleria Biondani - Lítil en mjög flott „gourmet“ búð við San Zeno: http://www.macelleriabiondani.it

EKKI MISSA AF...
Arena, rómverskt hringleikahús, tæplega 2000 ára gamalt, sem stendur við Piazza Bra. Á sumrin eru þar reglulega, undir berum himni, óperusýningar á heimsmælikvarða, sem enginn ætti að missa af. Via Mazzini er aðalverslunargatan í miðbænum og liggur út frá Piazza Bra. Margar glæsilegar ítalskar verslanir eru þar.

Piazza Erbe,  torg í gamla bænum, með fögrum byggingum og líflegum markaði. Gamla “forum romanum”.

Piazza dei Signori er annað merkilegt torg, en það prýða glæsilegar byggingar, m.a. höll og íburðarmikil gotnesk grafhýsi Scaligeri-ættarinnar. Á torginu miðju er stytta af miðaldaritsnillingnum Dante og við torgið er notalegt kaffihús sem kennt er við hann.

Castelvecchio - kastali frá 14. öld. Núna er þarna stórkostlegt listaverkasafn.

Dómkirkjan,  elsti hluti hennar er frá 12. öld.

Hús Júlíu –  Casa di Giulietta – með svölunum frægu  við Via Cappello.

Heimili Rómeós –  Casa di Romeo  – er einnig í gamla bænum.

San Zeno Maggiore – talin ein fegursta kirkja Norður-Ítalíu í rómönskum stíl. Sérlega merkileg er „biblía fátæka mannsins“, útihurð með 48 myndskreyttum bronsplötum, meistaraverk frá 11. og 12. öld.

Madonna di Lourdes – áheitastaður ofan við borgina. Frábært útsýni yfir borgina og ána Adigie.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti