Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Róm - Haust 2018

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

FYRIR BROTTFÖR
Nauðsynlegt er að hafa gilt vegabréf á öllum ferðalögum. Gott ráð er að hafa líka ljósrit af vegabréfinu með í för. Við viljum benda farþegum á Evrópska sjúkratryggingakortið sem veitir rétt á allri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á ríkisreknum stofnunum í löndum EES. Nánar hjá Tryggingastofnun ríkisins sjá www.sjukra.is. Ef viðskiptavinir kjósa að fara til einkarekinnar læknastofu greiða tryggingarfélög oft þann kostnað ef fólk er tryggt fyrir því. Oftast þarf þó sjúklingurinn að bera einhverja sjálfsábyrgð, en það fer alveg eftir tryggingarskilmálum hvers og eins. 


VIÐ KOMU
Fararstjórar Heimsferða í Róm eru Ólafur Gíslason og Ingólfur Níels Árnason. Gætið þess að koma sjálf farangri ykkar í rútuna til að tryggja að hann verði ekki eftir á flugvellinum og athugið vel að gleyma engu í rútunum. Þeir sem eiga ekki pantaða rútuferð, finna leigubíla fyrir framan innganginn við flugstöðina.


FERÐAMANNASKATTUR Í RÓM
1. janúar 2011 var settur á ferðamannaskattur í Róm. Skattinn þurfa ferðamenn að greiða sjálfir á viðkomandi hóteli. Upphæðin er: 3 EUR á mann á dag á 3* hótelum og 4 EUR á mann á dag á 4* hótelum. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn. Sjá nánar á vefsíðu: http://www.turismoroma.it

BROTTFÖR - FARARSTJÓRAR
Farþegar sem aðeins kaupa flugsæti bera sjálfir ábyrgð á að fá brottfarartíma staðfestan. Neyðarsími fararstjóra í Róm er (+354) 822 9027. Einnig bendum við á skrifstofu Heimsferða í Reykjavík (+354) 595 1000. Flogið er til/frá Leonardo da Vinci di Fiumicino flugvellinum í Róm (FCO). Bygging nr. 3 (terminal nr. 3).


AÐBÚNAÐUR
Ef eitthvað er að varðandi þjónustu hótela eða aðbúnaður á herbergi ekki í lagi, verður að láta fararstjóra vita strax, því ekkert er hægt að gera eftir að heim er komið.


UMGENGNISREGLUR GISTISTAÐA
Ætlast er til að ró sé komin á kl. 24.00 og eru gestir vinsamlegast beðnir að taka tillit til þess. Aðrar mikilvægar reglur er að finna í hótelmóttöku og eru farþegar beðnir um að kynna sér þær.


LÆKNAR
Góð læknisþjónusta er í Róm. Hægt að fá lækni heim á hótel með aðstoð hótelmóttöku eða með milligöngu fararstjóra. 


KREDITKORT
Yfirleitt er hægt að nota kreditkort og debetkort, ráðleggjum við ferðalöngum að hafa slík kort með sér þó ekki sé nema öryggisins vegna. VISA og EURO eru jafngild. Ítalir nota ekki greiðslukort jafn mikið og við. Yfirleitt er bara greitt fyrir stærri viðskipti með greiðslukorti og því er einnig nauðsynlegt að hafa reiðufé. Hraðbankar eru víða og þægilegasta aðferðin til að ná í gjaldeyri, en þá þurfa korthafar að vita PIN-númerið sitt.

Neyðarsími: VISA: (+354) 525 2000  MASTERCARD / AMERICAN EXPRESS: (+354) 533 1400)

ÞJÓFNAÐUR
Eins og í öðrum stórborgum eiga þjófnaðir sér stað í Róm. Mikið er af skipulögðum vasaþjófnaði á ferðamönnum og ber farþegum að varast slíkt. Athugið að skilja aldrei við ykkur veski, töskur eða annað verðmætt. Góð regla er að vera alltaf með hluti í kjöltunni þegar sest er niður og aldrei leggja frá sér hluti á kaffi- og veitingahúsum þannig að hægt sé að draga það í burtu. Sýnið sérstaka varkárni á stöðum þar sem margmenni er, einkum og sér í lagi í neðanjarðarbrautinni, sem annars er afar hentugur ferðamáti í Róm.


DRYKKJARVATN
Kranavatnið er vel drykkjarhæft en við mælum frekar með vatni á flöskum til drykkjar, þó ekki sé nema bragðsins vegna. Ath: Róm er auðug af góðu drykkjarvatni og víða í borginni eru brunnar eða vatnshanar með rennandi góðu drykkjarvatni. Brunnar með ódrykkjarhæfu vatni eru merktir “Non potabile”.

OPNUNARTÍMI VERSLANA
Verslanir eru opnar frá kl. 09.30 – 13.00 og kl. 15.30 – 19.30 þriðjudaga til laugardaga. Margar verslanir í miðborginni loka ekki yfir miðjan daginn og hafa jafnvel opið á sunnudögum og mánudögum. Stórverslanir hafa rýmri opnunartíma. Verslanir með samfelldan opnunartíma eru einkum í verslunarhverfinu í nágrenni við Spænsku tröppurnar.


OPNUNARTÍMI APÓTEKA
Opnunartími er frá kl. 9.30 – 13.00 og kl. 15.30 – 19.30.


METRO/SAMGÖNGUR
Neðanjarðarlestakerfið samanstendur af tveim aksturslínum A og B sem mætast á lestarstöðinni Termini. Þetta er þægilegur og öruggur ferðamáti. Lestirnar ganga á 10 mín. fresti frá kl. 5.30 á morgnana til kl. 23.30.

* Athugið: Miði í Metro er keyptur í blaðasölu. Einn miði kostar um 3 evrur og dugir í rúma klukkustund. Miðann þarf að stimpla áður en farið er í lestina. Upplýsingar um lestarleiðir eru við brautarteinana.

* Fleiri hundruð strætóleiða eru í borginni og ganga vagnarnir frá kl. 5.30 og til miðnættis. Strætisvagnarnir eru síður hentugur valkostur nema fyrir þá sem þekkja kerfið. Þeir fara flóknar leiðir og oft eru mikil þrengsl í þeim.

* Til viðbótar eru eftirfarandi leiðir:

Hraðleið » merkt með grænu X fyrir lengri vegalengdir.
Ákveðin leið » merkt með rauðbrúnu E fyrir stuttar vegalengdir á uppgefnum tímum.
Ljósleið » lítill vagn sem fer um gamla miðbæinn.
Næturleið » merkt með N. Gengur frá miðnætti til kl. 5.30. Stoppustöðvarnar eru auðkenndar með merki af uglu.
BIT =  miði í lestina sem gildir aðra leiðina í hámark 75 mín. kostar um 3 EUR á mann. 
BIG =  miði sem gildir ótakmarkað í einn dag í lest eða strætisvagna kostar um 7 EUR á mann.

LEIGUBÍLAR
Leigubílar eru yfirleitt frekar ódýr og hentugur ferðamáti í Róm. Fargjaldið er um 10–15  EUR ef ferðast er milli staða í miðbænum. Hægt er að ná í bíl á leigubílastaurum sem eru víðsvegar um borgina og einnig er hægt að hringja og sjá þá móttökurnar á hótelunum um það. Ein stærsta leigubílastöðin er Radio Taxi og símanúmerið er 4242. Varast ber að  þiggja far hjá ómerktum leigubílum, þar sem þeir setja venjulega upp margfalt hærra verð. Merktir leigubílar með gjaldmæli eru niðurgreiddir af borgaryfirvöldum og því ódýr valkostur.


ÞJÓRFÉ
Það tíðkast enn að gefa þjórfé á Ítalíu, þeir sem þess vænta eru þjónar á veitingastöðum, barþjónar, hárgreiðslumeistarar, leigubílstjórar, ræstingastúlkur á hótelum og bílstjórar í kynnisferðum. Vaninn er að gefa 5 –10%.


HELSTU SÖFN
Vatikan söfnin:
Áhugaverð söfn með stórkostlegum listaverkum helstu listamanna í gegnum tíðina, safnað af páfum í aldanna rás. Heimsókn í Vatikansafnið lýkur í Sixtínsku kapellunni sem er einkakapella páfanna og hefur að geyma hin stórbrotnu listaverk Michaelangelos um sköpun heimsins, syndafallið og dómsdag.

Viale Vaticano - Sjá nánar á vefsíðu: http://mv.vatican.va/
Opnunartími: Mán. – lau. 9.00 – 18.00. (Miðasala lokar kl. 16.00. Ath. Best er að panta miða fyrirfram).

Lokað á sunnudögum (nema síðasta sunnudag hvers mánaðar).

Kapitol söfnin:
Musei Capitolini hafa að geyma margar af helstu perlum listasögunnar m.a. eftir Titian, Bellini og Caravaggio. Auk úrvals höggmynda frá keisaratímanum í Róm.

Piazza del Campidoglio - Sjá nánar á vefsíðu: http://en.museicapitolini.org/
Opnunartími: Þri. – sun. 9.00 – 20.00. Lokað á mánudögum.

Rómverska þjóðarlistasafnið:
Museo Nazionale Romano - Villa Massimo hýsir ýmis merk listaverk og hversdagsmuni er gefa góða innsýn í líf borgarinnar til forna. Auk fjölda högg-, fresku- og mosaíkmynda gefur hér m.a. að lýta ýmiskonar verkfæri, borðbúnað, skartgripi og mynt. Piazza del Cinquecento (Framan við Termini aðaljárnbrautarstöðina).

Sjá nánar á vefsíðu: http://archeoroma.beniculturali.it/en/node/482
Opnunartími: Þri. – sun. 9.00 – 19.45. Lokað á mánudögum.

Borghese safnið:
Safnið hefur að geyma nokkur af helstu listaverkum Endurreisnar- og Barrokktímabilsins, m.a. eftir Antonello da Messina, Caravaggio, Raphael, Titian, Bellini, Canova og Bernini.

Piazzale del Museo Borghese - Sjá nánar á vefsíðu: http://www.galleriaborghese.it
Opnunartími: Þri. – sun. 8.30 – 19.30. Lokað á mánudögum. (Ath. Nauðsynlegt er að panta miða fyrirfram).

Katakomburnar:
Við Via Appia í suðurhluta Rómar standa grafhýsi og hvelfingar kristinna manna allt frá 2. öld. Þær eru í senn áhrifaríkur og merkilegur vitnisburður um líf forkristinna manna í Róm. Nokkrar þeirra helstu eru:

Katakombur San Sebastiano
Via Appia Antica, 136

+39 06/7850350
Opið kl. 10.00 – 16.30
Lokað á sunnudögum.

Katakombur San Callisto
Via Appia Antica, 110

+39 06/5130151
Opið kl. 9.00 – 12.00 / 14.00 – 17.00
Lokað á miðvikudögum.

Katakombur Priscilla
Via Salaria, 430 

+39 06/86206272
Opið kl. 8.30 – 12.00 / 14.30 – 17.00
Lokað á mánudögum.

OUTLET - CASTEL ROMANO
Castel Romano er verslunarmiðstöð um 25 km. suður af Róm. Á þessum stað eru vörur frá um 110 fremstu hönnuðum veraldrar á einum stað: Gucci, Prada, Armani, Fendi, Burberry, Calvin Klein, Diesel, Guess, Valentino og fl. Vörurnar eru seldar með 30-70% afslætti. Sjá nánari upplýsingar um Castel Romano á vefsíðu: http://www.mcarthurglen.it/castelromano/en/the-outlet

Opnunartími: mán. – fim. 10.00 – 20.00. / fös. – sun. 10.00 – 21.00

Daglegar brottfarir eru frá Termini lestarstöðinni í Róm: kl. 10.00 / 12.30 / 15.00

Daglegar brottfarir frá Castel Romano til Termini lestarstöðvarinnar í Róm: kl. 11:15 / 13:45 / 17:00 / 20:00

* Góð regla er að spyrja bílstjórann hvort að sú heimferð sem óskað er sé ekki örugglega á þeim tíma sem er auglýstur. Verð á farmiða til og frá Castel Romano er 13 EUR á mann. Borgað er á staðnum. Um 45 mínútna akstur. Rútan stoppar beint fyrir utan aðalinnganginn í Castel Romano og fer til baka frá sama stað.

MATUR
Rómversk matarmenning er með því besta sem gerist á Ítalíu. Veitingastaðirnir eru ótrúlega fjölbreyttir og á hverju götuhorni. Við nefnum hér nokkra sem eru í alfaraleið:

Boccondivino - Piazza in Campo Marzio 6 - Sími: +39 06/68308626
Al 34 - Via Mario de’Fiori 34 - Piazza di Spagna - Sími: +39 06/6795091
Antica Hostaria Al Vantaggio - Via del Vantaggio 35 - Piazza del Popolo - Sími: +39 06/3236848
Roma Sparita - Piazza di Santa Cecilia 24 - Trastevere - Sími: +39 06/58363165 - 06/5800757
Antica Pesa - Via Garibaldi 18 - Trastevere - Sími: +39 06/5809236
Romolo - Via Porta Settimiana, 8 - Trastevere - Sími: +39 06/5818284
Armando al Pantheon - Salita dei Crescenzi 31 - Sími: +39 06/68803034
Flavio al Velavevodetto (Slow Food) - Via Monte Testaccio 97 - Sími: +39 06/5746841
La Campana - Vicolo della Campana 18 - Sími: +39 06/6875273

ROMA BELLA ROMA
Upplýsingaskrifstofa ferðamála í Róm, sjá vefsíðu: http://www.turismoroma.it
Upplýsingavefur Time Out tímaritsins um Róm, sjá vefsíðu: http://www.timeout.com/rome/
Rómarborgarsjá breska dagblaðsins The Guardian, sjá vefsíðu: http://www.guardian.co.uk/travel/series/rome-city-guide
Rómarvefurinn, íslenskur upplýsingavefur um Róm, sjá vefsíðu: http://www.romarvefurinn.is/

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti