Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Edinborg - Haust 2019

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

ALMENNAR UPPLÝSINGAR
Skoska meginlandið nær yfir einn þriðja hluta eyjunnar Stóra-Bretlands eða tæplega 79.000 km² og íbúafjöldi telur rúmar 5 milljónir. Höfuðborg landins er Edinborg, sem er önnur stærsta borg landins, en þar búa um 500.000 manns. Tímamismunur milli Íslands og Skotlands er enginn á veturna en frá lok mars til lok október eru þeir 1 klst á undan okkar klukku (GMT + 1).  

VEGABRÉF
Nauðsynlegt er að hafa gilt vegabréf í ferð til Skotlands eins og til annarra landa. Ef ekki er hægt að sýna við innritun á flugvelli, fullgilt og löglegt vegabréf, hafa starfsmenn flugvallarins ekki heimild til að leyfa viðkomandi farþega að ferðast og er ekki um neinar undanþágur frá því að ræða. Gott ráð er að athuga í tíma hvort vegabréf þitt sé enn í gildi og einnig er gott að ferðast með ljósrit af vegabréfi þínu. Þann  24. nóvember 2015 breyttust reglur um vegabréf og eru framlengd vegabréf ekki lengur talin gild ferðaskilríki. Farþegar bera algjörlega einir ábyrgð á því að vegabréf sé gilt og sé viðkomandi meinað að ferðast vegna ófullnægjandi skilríkja, fæst ferðin ekki endurgreidd af hendi ferðaskrifstofunnar. Farþegar með erlent vegabréf þurfa sjálfir að kanna hvort þeir þurfa vegabréfsáritun inn í landið.


FLUG & FLUGVÖLLUR
Flugvöllurinn í Edinborg heitir Edinburgh International Airport. Flugtíminn til Edinborg frá Egilsstöðum er um 2 klst. Mæta þarf til innritunar á flugvöll eigi síðar en tveimur tímum fyrir áætlaða brottför.


TAFIR Í FLUGI
Stundvísi er keppikefli Heimsferða en óhjákvæmilega geta orðið tafir á flugi í öllum flugrekstri, sem ferðaskrifstofan getur á engan hátt borið ábyrgð á. Ef verður töf á flugi eftir að innritun á flugvelli hefur farið fram, fer í gang verkferli samkvæmt alþjóðareglum. Þjónustuaðilar á flugvelli (handling agent) skal þá fyrir hönd flugfélagsins veita upllýsingagjöf, úthluta matarmiðum og jafnvel hótel eftir lengd og eðli seinkanna. Farþegar þurfa að fylgjast vel með í kallkerfi flugvallar og gera vart við sig hjá viðkomandi þjónustuaðila (handling agent), til þess að fá upplýsingar. Gott er að hafa hugfast að fyrstu og bestu upplýsingarnar fást á flugvellinum og ferðaskrifstofa eða fararstjóri fær nákvæmlega sömu upplýsingar og farþegi. Verði veruleg töf er gott að hafa hugfast að jákvætt hugarfar er góður ferðafélagi.


TRYGGINGAR
Farþegar bera sjálfir ábyrgð á því að tryggingar þeirra séu í lagi meðan á ferð þeirra stendur. Hafi ferðin verið greidd með kreditkorti, er farþegi oft með góðar tryggingar í þeim kortum. En við bendum farþegum einnig á að hafa með Evrópska sjúkratryggingakortið með í för, sem veitir rétt á allri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á ríkisreknum stofnunum í löndum EES. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Sjúkratryggingum Íslands (www.sjukra.is). Ef farþegi kýs að fara á einkarekna sjúkrastofnun á hann ekki rétt á endurgreiðslu í öllum tilfellum, því er mikilvægt að kanna tryggingar sínar vel fyrir brottför.

FARANGUR & FARANGURSHEIMILD
Leyfileg hámarksþyngd á innrituðum farangri er 23kg á hvern farþega auk 10kg í handfarangur. Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli, ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið einfaldlega ekki bætt. Passið vel upp á að gleyma engu um borð í flugvélinni.


GJALDMIÐILL & KREDITKORT
Gjaldmiðillinn í Skotlandi er Sterlingspund (GBP). Athugið að almennt er ekki hægt að nota annan gjaldmiðil í verslunum, en hægt er að skipta öðrum gjaldmiðlum í bönkum. Nánari upplýsingar um gjaldmiðla gagnvart íslensku krónunni má finna á vefsíðunni www.oanda.com. Öll helstu kreditkort er hægt að nota í verslunum og hraðbönkum í borginni, en nauðsynlegt er að vita pin-númer viðkomandi korts. Ef kort tapast, hringið í neyðarnúmer kortafyrirtækjanna og látið loka kortinu: VISA (00354) 525 2000 eða 525 2200. MASTERCARD (00354) 533 1400.


VIÐ KOMU
Fararstjórar taka á móti hópnum á flugvellinum og þeim sem eiga pantaða rútuferð er ekið frá flugvelli að hóteli. Tekur sú ferð um 30 mínútur en fer eftir umferð og á hversu mörg hótel rútan fer. Passið vel upp á að gleyma engu um borð í rútunni. Athugið að hótelherbergi verða tilbúin til innritunar um kl. 15:00.


RÚTUFERÐ TIL & FRÁ FLUGVELLI
Fyrir þá sem eiga pantaða rútuferð til og frá flugvelli, þá er gert ráð fyrir að hver farþegi ferðist með að hámarki 1-2 töskur, auk barnakerru ef við á. Ef ferðast er með annan farangur eins og t.d íþróttabúnað eða rafmagnshjólastóla er ekki öruggt að farangursrými rútunnar sé nægilega stórt til að taka á móti slíkum farangri. Heimsferðir bera ekki ábyrgð á því ef rútan getur ekki heimilað slíkan farangur og því mikilvægt að fá það staðfest áður en ferðast er. Best er að hafa samband við ferðaskrifstofuna og fá nánari upplýsingar fyrir brottför.


GISTISTAÐIR
Gestir eru vinsamlegast beðnir að kynna sér reglur hótelsins og virða almennar umgengnisreglur, m.a um næturkyrrð. Samkvæmt alþjóðareglum þarf að losa herbergi/íbúð ýmist fyrir hádegi eða á hádegi á brottfarardegi. Ef flug er að kveldi bjóða hótel upp á farangursgeymslu þar sem geyma má farangur að brottför. Einstaka hótel fer fram á tryggingargjald sem er endurgreitt við brottför ef ekkert tjón hefur orðið á herbergi/íbúð meðan á dvöl stóð. Þá getur hótelið farið fram á kreditkortanúmer sem tryggingu meðan á dvöl stendur.


BROTTFÖR
Þeir sem eiga pantaða rútuferð frá hóteli á flugvöll fá brottfarartíma staðfestan hjá fararstjóra. Farþegar þurfa að skrá sig út af herbergjum fyrir eða um hádegi á brottfarardegi. Hótelmóttakan sér um að geyma farangur fram að brottför ef á þarf að halda. Þeir sem eru eingöngu bókaðir í flugsæti bera sjálfir ábyrgð á því að fá brottfarartíma staðfestan á flugvelli eða skrifstofu Heimsferða á Íslandi í síma 00354-595-1000.


SÍMI, RAFMAGN, TÖLVUR
Í Skotlandi er rafmagnið 220volt og eru tengiklærnar með 3 ferkantaða pinna svo gott er að hafa millistykki meðferðis. 

Þegar hringt er úr íslenskum síma frá Skotlandi og í íslenskt númer skal setja 00354- á undan símanúmerinu. Ef hringja skal úr íslenskum síma í skoskt númer skal setja inn 0044- á undan númerinu. Þá er vert að taka fram að þó að hótelið sem dvalið er á, bjóði aðgang að þráðlausu wi-fi, að þá getur internetsambandið á stundum verið höktandi og ekki á það að treysta að fullu. 

DRYKKJARVATN
Í Skotlandi er almennt gott vatn, en í öryggisskyni er farþegum ráðlagt að kaupa drykkjarvatn á flöskum.


VEÐURFAR
Meðalhiti í Edinborg í nóvember er um 15 gráður en hitinn getur orðið hærri eða lægri eftir tíðarfari. Góðir gönguskór koma sér alltaf vel þegar nýjar slóðir eru kannaðar og þunn regnúlpa eða regnhlíf eru mikilvæg á skoskum slóðum.


VERSLANIR
Verslanir eru almennt opnar frá 09:00-19:00 og frá kl 10:00 – 18:00 á laugardögum og sunnudögum en margar ferðamannaverslanir eru opnar lengur. Aðal verslunargatan er Princes Street en einnig eru margar verslanir við North Bridge og George Stree.  Við Royal Mile götuna er mikið af verslunum fyrir ferðamenn sem bjóða ekta skoskar vörur og verslanir í dýrari kantinum.  Rose Street er upplagt fyrir þá sem vilja líta á skartgripi eða hvíla lúin bein yfir skosku öli eða viskýi þar sem gatan er þekkt fyrir fjörugt kráarlíf. 

Verslunarmiðstöðvar eru: Princes Mall / Waverley Center og St. James Mall á horni Princes götu og Leith Walk.  Jenners er ein elsta verslunin í borginni síðan 1838, hún er við hliðina á Mount Royal hótelinu. Argos vöruhúsið er við 11-15 North Bridge þar er hægt að versla margt hagnýtt og ódýrt.

TAX FREE
Flestar verslanir bjóða upp á svokallað Tax-free ef keypt er fyrir ákveðna upphæð í viðkomandi verslun. Verslunin fyllir þá út sérstakt eyðublað sem viðskiptavinir þurfa að fá stimplað hjá tollvörðum á flugvellinum við brottför.  ATH. að þetta er gert fyrir innritun á flugvelli og hafa tollverðir leyfi til þess að óska eftir að sjá varninginn sem verslaður var. Í verslun þarf að framvísa vegabréfi þegar sótt er um tax-free. Athugið það er ekki söluskattur á barnafatnaði, leikföngum né bókum.


ÞJÓRFÉ
Almennt er þjónustugjald ekki innifalið á veitingastöðum og tíðkast því að gefa um 10 % þjórfé.


SAMGÖNGUR
Leigubílar eru víða í Edinborg og má nefna: City Cabs sími: 0131 228 1211 og Computer Cabs sími: 0131 228 2555. Það er ekki nauðsynlegt að borga þjórfé í bílunum þó að margir geri það. Lestarstöðin í Edinborg er staðsett við Princes street og heitir Waverly Station.


LÆKNAR & APÓTEK
Góð læknisþjónusta er í Edinborg og er hægt að fá lækni á hótel með milligöngu fararstjóra eða með því að hafa samband beint við hótelmóttöku. Apótek eru opin frá kl. 9 – 17 og nokkur allan sólarhringinn. Leitið uppl. á hótelum eða hjá fararstjóra.


ÍSLENSKUR RÆÐISMAÐUR
Sendiráð Íslands er staðsett í London en kjörræðisskrifstofa fyrir Edinborg er staðsett á  Lamb's House, 11 Waters' Close, Edinburgh EH6 6RB. Sími: (0131) 467 7777. Netfang: iceland@grovesraines.com

ÞJÓFNAÐUR
Líkt og í öðrum borgum, er hætta á vasaþjófnað í borginni. Oft má koma í veg fyrir slíkt með því að vera á varðbergi. Athugið að skilja aldrei við ykkur veski, töskur eða annað verðmætt.

MATUR & SKEMMTUN
Fjöldi góðra veitingarstaða er í Edinborg og gestir munu ekki eiga erfitt með að finna “rétta” staðinn.  Hér eru örfáir :

North Bridge Brasseria ( skoskur ) 20 North Bridge
Witchery by the Castle, (skoskur)  352 Castlehill Royal Mile
Giuliano's, (ítalskur) 18-19 Union St
Dome (grill room and bar) 14  George St New Town
Kweilin, (Kínverskur) 19-21 Dundas Street
Viva Mexicó, (mexikanskur) 41 Cockburn Street.
Kweilin, (Kínverskur) 19-21 Dundas Street

ÁHUGAVERÐIR STAÐIR
Það er fjöldi áhugaverðra staða sem vert er að skoða þegar maður kemur til Edinborgar. Hér nefnum við nokkra:

Edinburgh Castle –  tilkomumikill kastali sem gnæfir yfir borgina. Kastalinn er um leið kennileiti borgarinnar. Þaðan er frábært útsýni yfir borgina. Ótrúleg saga og listir. Kastalinn er enn í noktun, en þar er mikið að sjá og skoða.

National Museum of Scotland – Glæsilegt safn sem var opnað 1998. Saga Skotlands í máli og myndum.

Witchery Tours –  Draugaganga, gengið um þröngar götur gamla miðbæjarins í Edinborg. Hlýðum á draugasögur á leiðinni.

The Scottish Wisky Museum –  þar sem kennt er á mjög lifandi og skemmtilegan hátt hvernig viský verður til. Í lokin er öllum boðið staup af viskýi.

Dómkirkjan St Giles Cathedral – Blasir við rétt neðan við gatnamót Royal Mile og Bank Street á Royal Mile. Er þess virði að skoða og sjá sökum aldurs og sögu en ekki síst fyrir það að einn glugginn er gerður af meistarhöndum Leifs Breiðfjörðs sem stundaði listanám í Edinborg á sínum tíma.
National Gallery of Modern Art -  tækifæri fyrir alla listunnendur. Hér má sjá verk listamanna samtímans.

Children´s Museum – Safn neðarlega á The Royal Mile. Enginn aðgangseyrir í safnið. Heimsókn sem kemur við alla sem eitt sinn hafa verið börn. Safnið sérhæfir sig í mismunandi tímabilum leikfanga, skóla, söngva og leikja barna frá ýmsum tímabilum.

Royal Botanic Garden  - fallegur grasagarður með úrvali suðrænna blóma og trjáa. Garðurinn er ekki stór en afar áhugaverður og vel skipulagður.

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti