Sól
Borg
Golfferðir
Sérferðir
Hreyfing
Sigling
Flugsæti

Alicante - sumar 2019

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

VEGABRÉF
ATHUGIÐ í tíma hvort vegabréfið ykkar sé í gildi!. Nauðsynlegt er að hafa gilt vegabréf í ferð til Spánar en Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun (visum). Ef ekki er hægt að framvísa við innritun á flugvelli, fullgildu og löglegu vegabréfi, hafa starfsmenn á Keflavíkurflugvelli ekki heimild til að leyfa viðkomandi farþega að ferðast og er ekki um neinar undanþágur frá því að ræða. Þann  24.nóvember 2015 breyttust reglur um vegabréf og eru framlengd vegabréf ekki lengur talin gild ferðaskilríki. Farþegar bera einir ábyrgð á því að vegabréf sé gilt og sé viðkomandi meinað að ferðast vegna ófullnægjandi skilríkja, fæst ferðin ekki endurgreidd af hendi ferðaskrifstofunnar. Gott ráð er að hafa meðferðis ljósrit af vegabréfinu. Farþegar með erlent vegabréf þurfa sjálfir að kanna hvort þeir þurfa vegabréfsáritun inn í landið.


FLUG & FLUGVÖLLUR
Flugvöllurinn í Alicante heitir Alicante-Elche Airport. Flugtíminn til Alicante frá Keflavík er um 4 ½ klst. Mæta þarf til innritunar á flugvöll eigi síðar en 2 klst fyrir áætlaða brottför. Í einstaka tilfellum er flug stuttu eftir miðnætti og því er mæting á flugvöll í raun „kvöldinu áður“ en flugdagsetning segir til um. Farþegar bera einir ábyrgð á því að fá flugtíma sína staðfesta. 


TAFIR Í FLUGI
Óhjákvæmilega geta orðið tafir á flugi í öllum flugrekstri, sem ferðaskrifstofan getur á engan hátt borið ábyrgð á. Ef verður töf á flugi eftir að innritun á flugvelli hefur farið fram, fer í gang verkferli samkvæmt alþjóðareglum. Þjónustuaðilar á flugvelli (handling agent) skal þá fyrir hönd flugfélagsins veita upplýsingagjöf, úthluta matarmiðum og jafnvel hóteli eftir lengd og eðli seinkanna. Farþegar þurfa að fylgjast vel með í kallkerfi flugvallar og gera vart við sig hjá viðkomandi þjónustuaðila (handling agent), til þess að fá upplýsingar. Gott er að hafa hugfast að fyrstu og bestu upplýsingarnar fást á flugvellinum og ferðaskrifstofa eða fararstjóri fær nákvæmlega sömu upplýsingar og farþegi. Verði veruleg töf er gott að hafa hugfast að jákvætt hugarfar er góður ferðafélagi J. Telji farþegi að hann eigi rétt á frekari bótum í einhverjum tilfellum, skal senda slíkar kröfur beint á flugfélagið, ekki ferðaskrifstofuna.


TRYGGINGAR
Farþegar bera sjálfir ábyrgð á því að tryggingar þeirra séu í lagi meðan á ferð þeirra stendur. Hafi ferðin verið greidd með kreditkorti, er farþegi oft með góðar tryggingar í þeim kortum. En við bendum farþegum einnig á að hafa Evrópska sjúkratryggingakortið með í för,  sem veitir rétt á allri nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á ríkisreknum stofnunum í löndum EES. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Sjúkratryggingum Íslands (www.sjukra.is). Ef farþegi kýs að fara á einkarekna sjúkrastofnun á hann ekki rétt á endurgreiðslu í öllum tilfellum, því er mikilvægt að kanna tryggingar sínar vel fyrir brottför.


FARANGUR & FARANGURSHEIMILD
Flogið er til Alicante með flugfélaginu Neos Air, leyfileg hámarksþyngd á innrituðum farangri 20 kg taska á hvern farþega auk 5 kg í handfarangur (hámarks stærð á tösku í handfarangri 55x40x20 cm). Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu hjá þjónustuaðila á flugvelli, ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið ekki bætt. Passið vel upp á að gleyma engu um borð í flugvélinni.


GJALDMIÐILL & KREDITKORT
Gjaldmiðillinn á Spáni er Evra (EUR). Athugið að almennt er ekki hægt að nota annan gjaldmiðil í verslunum, en hægt er að skipta öðrum gjaldmiðlum í bönkum. Öll helstu kreditkort er hægt að nota í verslunum og hraðbönkum í borginni, en nauðsynlegt er að vita pin-númer viðkomandi korts. Ef kort tapast, hringið í neyðarnúmer kortafyrirtækjanna og látið loka kortinu: VISA (00354) 525 2000 eða 525 2200. MASTERCARD (00354) 533 1400.


SÍMI, RAFMAGN & TÖLVUR
Á Spáni er rafmagnið 220 volt eins og hér á Íslandi. Þegar hringt er úr íslenskum síma frá Spáni og í íslenskt númer skal setja inn 00354- á undan símanúmerinu. Ef hringja skal úr íslenskum síma í spænskt númer skal setja inn 0034- á undan númerinu.


ÞJÓNUSTA Á ÁFANGASTAÐ
Ef farþegi telur að eitthvað sé ábótavant varðandi þjónustu hótels eða ónægja er með íbúð/herbergi skal gera starfsmanni Heimsferða og/eða starfsfólki hótelsins viðvart, því ekkert er hægt að gera eftir að heim er komið. Starfsmaður Heimsferða á Benidorm heitir Birgitte Bengtsson, en í neyðartilfellum er hægt að ná í hana í síma 0034 619 989 543.

Einnig er hægt að hringja á skrifstofu Heimsferða í Skógarhlíð 18 í síma 00354 5951000 milli 09:00 – 17:00 virka daga.

BROTTFÖR
Þeir sem eru eingöngu bókaðir í flugsæti bera sjálfir ábyrgð á því að fá brottfarartíma staðfestan á flugvelli eða skrifstofu Heimsferða á Íslandi í síma 00354-595-1000 (skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9-17). 

Upplýsingar um brottfarartíma frá Alicante fást m.a. í síma 0034 902 404 704 / 0034 91 321 10 00 eða á heimasíðu flugvallarins á: http://www.aena.es. Þetta er nauðsynlegt þar sem oft geta tímabreytingar frá áðurútgefinni áætlun, breyst.

TAX-FREE
Flestar verslanir bjóða upp á svokallað Tax-Free ef keypt er fyrir ákveðna upphæð í viðkomandi verslun. Verslunin fyllir þá út sérstakt eyðublað sem viðskiptavinir þurfa að fá stimplað hjá tollvörðum á flugvellinum við brottför.  Ath. að þetta er gert fyrir innritun á flugvelli og hafa tollverðir leyfi til þess að óska eftir að sjá varninginn sem verslaður var. Í verslun þarf að framvísa vegabréfi þegar sótt er um Tax-Free.


ÍSLENSKUR RÆÐISMAÐUR
Ræðismaður Íslands á Benidorm/Alicante er Hr. Juan José Campus Blanquer. Skrifstofa: Calle Gambo, N° 3, Edificio Las Palmas, Escalera B 1º-Puerta 8, Benidorm.Sími: (96) 680 0387.Netfang: jjcampus1944@hotmail.com

Deila núverandi vefslóð með tölvupósti