Hér er um að ræða vel staðsett hótel sem býður upp á mikla og góða þjónustu. Þetta er lítið og huggulegt hótel í einungis fimm mínútna göngufjarlægð frá Las Vistas ströndinni í hjarta Las Americas.
Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu.
Íbúðirnar eru nýtískulegar og allar innréttaðar í fallegum stíl. Vert er að taka fram að það eru stigar inní íbúðunum þar sem þær eru allar á pöllum. Svalir eða verönd með stólum og borði fylgja íbúðunum. Íbúðirnar eru búnar helstu þægindum eins og sjónvarpi, síma, öryggishólfi, baðherbergi með hárþurrku og stofu með sófa. Að auki er ísskápur og eldunaraðstaða. Svefnaðstaðan er svo sér á öðrum palli.
Ef bókað er svokallað Superio studio eða Superio studio með sólstofu þá fylgir sloppur með, gjaldfrjáls minibar við komu ásamt kaffivél með kaffihylkjum.
ATH: Morgunverður er framreiddur í annarri hótelbyggingu sem er í 100m. fjarlægð.
Stór og góð sundlaug er í garðinum ásamt barnalaug og upphitaðri sundlaug að vetri til. Sólbaðsverönd með sólbekkjum og balí rúmum má þar einnig finna.
Á hótelinu er sundlaugarbar, kaffitería, hárgreiðslustofa og þvottaþjónusta.
Mikil afþreying er á hótelinu, t.d billjardborð, fótboltaspil, borðtennisborð og stór skvassvöllur. Einnig er hægt að bóka nudd gegn gjaldi til að láta þreytuna líða úr sér.
Leyfilegt er að geyma rafskutlur á þessu hóteli í þar til gerðri geymslu.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Fallegt hótel á góðri staðsetningu!