Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar
Hitastigið á eyjunni er ennþá notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stórbrotnu eyju.
Flogið er til Palermo og dvalið í Santa Flavia í 6 nætur, bærinn er um 18 km frá Palermo. Þá er haldið til að ferðamannastaðnum Giardini Naxos þar sem dvalið verður í 4 nætur. Flogið er til Íslands frá Catania flugvelli. Áhugaverðar kynnisferðir eru í boði með íslenskri fararstjórn.
Sikiley er stærsta og fjölmennasta eyja Miðjarðarhafsins. Hún liggur á milli suður Ítalíu og norður Afríku. Aðalkennileiti Sikileyjar er eldfjallið Etna sem er á austurströnd eyjunnar. Saga og menning Sikileyjar er einstök og byggir á gömlum menningarlegum grunni og arfleið. Hún hefur að geyma menningarminjar frá Forn-grikkjum. Rómverjum, Býsanska ríkinu, Aröbum, Normönnum, Spánverjum og Frökkum, en allar þessar þjóðir hafa sett mark sitt á sögu eyjarinnar. Fornminjar eru víða og stórkostlegt er að skoða kirkjur og kastalar frá miðöldum, grísk hof og hringleikahús. Þá má sjá mikilfenglegar hallir og herragarða undir renaissance og barokk áhrifum sem voru svo einkennandi fyrir rómverska byggingarlist fyrr á tímum. Jarðvegurinn er frjósamur á Sikiley og sumrin sólrík og þurr. Mest er ræktað af hveiti, sítrusávöxtum, vínviði og möndlum. Bestu baðstrendurnar á Sikiley eru á austurströndinni og þar er þjónusta við ferðamanninn eins og best verður á kostið. Skemmtilegir bæir og þorp með blöndu af fortíð og nútíð einstök upplifun. Matarmenning er mikil á Sikiley, áhugaverð blanda af ítölskum og arabískum áhrifum. Á Sikiley eru einnig framleidd afar góð vín, en þeirra kunnust eru rauðvínið Nero d´Avola og Marsala desertvín, sem er ein aðal útflutnings vara heimamanna.
Domina Zagarella 4* hótel í Santa Flavia. Hótelið er staðsett við grýtta strönd á norðurströnd Sikileyjar. Fallegur garður með miðjarðarhafsgróðri. Tvær sundlaugar önnur þeirra með sjávarvatni. Góð sólbaðsaðstaða með sjávarútsýni.
Snyrtileg herbergi í björtum litum með gervihnattasjónvarp og ókeypis WiFi. Flest herbergin eru með svölum. Öll herbergi eru loftkæld og með minibar og sérbaðherbergi með hárþurrku. Sum eru staðsett í húsum með sérinngangi.
Santa Flavia er staðsett á milli Palermóflóa og bæjarins Termini Imerese, við Tyrrenahaf, 15 kílómetra austur af Palermo. Inni í bænum eru leifar hinnar fornu borgar Soluntum. Santa Flavia er þekktur fyrir fjölbreyttan ferskan fisk og er það að finna fjölmarga sjávarréttaveitingastaði.
UNA Hotel Naxos Beach er gott 4 stjörnu hótel staðsett við ströndina í Giardini Naxos. Bærinn er ekta ítalskur strandbær staðsettur í sjarmerandi umhverfi með mikla þjónustu við ferðamenn. Hótelið sjálft er staðsett í rólegu umhverfi þar sem fallegur gróður umlykur næsta nágrenni en í þessum hluta eyjunnar er mikil ávaxtarækt og ber umhverfið mið af því, einkum eru það sítrus ávextir sem vaxa á þessu svæði.
Bærinn Taormina er staðsettur í u.þ.b. 20 mínútna akstursfjarlægð en bærinn er einna þekktastur fyrir gamlar fornminjar og fallegar byggingar. Þá er þar einnig fjölbreytt þjónusta og skemmtilegar smáverslanir.
Í hótelgarðinum á Naxos Beach eru fjórar sundlaugar. Garðurinn er mjög rúmgóður og fyrirmyndaraðstaða til að njóta við laugina auk þess sem hótelgestir hafa aðgang að einkaströnd hótelsins.
Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða og heilsurækt.
Herbergin eru annaðhvort í aðal byggingunni eða í smáhýsum. Herbergin/smáhýsin eru ágætlega rúmgóð og vel búin helstu þægindum. Öll með sjónvarpi, litlum ísskáp, öryggishólfi og loftkælingu. Öll herbergi eru með svölum eða verönd.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
26. október
Ekið frá Santa Flavia til Giardin Naxos tæplega 3 tíma akstur. Á leiðinni er stoppað skammt frá bænum ENNA miðja vegu á milli áfangastaða á leið okkar til austurstrandarinnar. Þar er stór og mikill verslunarkjarni sem heitir Sicilia Outlet Village
Þar verður stoppað í um það til 2,5 tíma á leiðinni til Giardini Naxos en áætluð koma þangað er um eftirmiðdaginn.