Tossa Beach Center
Hótellýsing

 

Hótelið er staðsett í sjarmerandi fiskiþorpinu Tossa de Mar og einungis 150 metra frá ströndinni, Bærinn sjálfur er lítill og stutt að ganga á veitingastaði, bari og í búðir.  Herbergin eru öll með litlum svölum. Hægt er að velja um gistingu með morgunmat eða hálfu fæði (þ.e.a.s. morgunverði og kvöldverði) eða öllu inniföldu. 

Á hótelinu eru tvær litlar sundlaugar og lítill sundlaugarbar. Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu þar sem hægt er að fá alþjóðlegan mat ásamt spænskum. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. 

Gestir hafa aðgang að sameiginlegri þvottavél og þurrkara – gegn gjaldi. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu gegn gjaldi, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.