Stella Gardens Resort and Spa er gott hotel vel staðsett við ströndina í Makadi Bay. Hótelið er fjölskylduvænt með fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Gestir hótelsins hafa aðgang að einkaströnd hótelsins þar sem eru bekkir hand handklæði fyrir hótelgesti. Leiksvæði og barnaklúbbur fyrir yngstu börnin.
Herbergin eru rúmgóð með svölum og snúa út í garð eða út að sjó. Á öllum herbergjum er sjónvarp, minibar, te-og kaffivél og öryggishólf. Öll herbergi eru loftkæld. Baðherbergin eru með sturtu eða baðkari, hárþurrku og snyrtivörum.
Allt fæði er innifalið ásamt innlendum drykkjum. Kvöldverður er á aðalveitingastað hótelsins en þar er hlaðborð. Hátíðarkvöldverður á jólum og á gamlárskvöld. Snarl og drykkir eru í boði á milli mála af sundlaugarbarnum eða niður við strönd.
Notelegt hótel við Makadi Bay sem hentar öllum aldurshópum.