Solymar
Hótellýsing

Allt innifalið

Hotel Sol Y Mar er  4 stjörnu hótel vel staðsett og stutt frá miðbænum í Naama Bay. Líflegt hótel með miklu skemmtiprógrammi, góðum garði með sundlaug og útsýni yfir Naama flóann.  Hótelið er með fría rútuferðir frá hóteli að strönd.  Hótelið gerir mikið úr skemmtidagskrá fyrir gesti sína, bæði yfir daginn og á kvöldin.  


Herbergin eru rúmgóð og hlýlega innréttuð.  Öll með sjónvarpi,  litlum ísskáp og öryggishólfi.  Svalir/verönd á öllum herbergjum og loftkæling. 


Hótelið fær almennt góða einkunn frá gestum sínum á Trip Advisor. 

Morgun-, hádegis- og kvöldverðir eru í boði á aðalveitingastað hótelsins.  Einnig er hægt að fá “late breakfast” við sundlaugina en þar er einnig í boði létt snakk yfir daginn.
 

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu á gestamóttökusvæði gestum að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma. 

 Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar. 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.