Serenity Alpha Beach (áður þekkt sem Serenity Makadi Beach) er gott „allt innifalið“ hótel staðsett við einkaströnd í Makadi Bay, Hurghada. Hótelið býður upp á nútímalega aðstöðu, fjölbreytta afþreyingu og rólegt andrúmsloft sem hentar bæði fjölskyldum og pörum.
Hótelið býður uppá 542 rúmgóð herbergi með svölum eða verönd sem snúa að garði, sundlaug eða sjó. Herbergin eru með loftkælingu, flatskjá með gervihnattasjónvarpi, minibar og te-/kaffivél. Ókeypis Wi-Fi er í boði á almenningssvæðum, aukapakkar með meira gagnamagni er í boði gegn gjaldi.
Allt innifalið pakkinn felur í sér máltíðir á hlaðborðsveitingastaðnum og drykki á börum hótelsins. Hótelið býður einnig upp á a la carte veitingastaði með fjölbreyttum matseðlum.
Fjölbreytt afþreyingaþjónusta er í boði eins og snorkun, köfun og kajak ferðir. Þá eru á hótelinu tveir tennisvellir, borðtennis, strandblak og billjard. Heilsulind hótelsins býður nuddmeðferðir. Þá er á hótelinu líkamsrætaraðstaða og gufubað.
Barnaklúbbur með daglegri dagskrá og leiksvæði eru til staðar.
Ef þú vilt afslappandi frí á fallegri strönd með góða þjónustu, fjölbreyttu matarávali og möguleika á bæði ró og afþreyingu – þá er Serenity Alpha Beach góður kostur.