Renaissance Porto Lapa Hotel
Hótellýsing

Renaissance Porto Lapa Hotel er glæsilegt 5-stjörnu hótel í hæðahverfinu Lapa, aðeins stutt frá miðborg Porto. Hótelið sameinar nútímalegan stíl, þægindi og einstakt útsýni yfir borgina og Douro-ána. Það er hluti af Marriott Bonvoy-keðjunni,  Hótelið var hannað af Visioarq Arquitectos og einkennist af stílhreinni, samtímalegri hönnun þar sem náttúrulegt ljós og hlýir litir ráða ríkjum.
Innréttingar bera merki portúgalskrar listar, með flísamyndum, málverkum og skúlptúrum frá staðbundnum listamönnum.

Hótelið er í  í þægilegri nálægð við helstu ferðamannastaði borgarinnar.  Á hótelinu er heilsu - og líkamsræktaraðstaða.  Góður veitingastaður  og skemmtilegur þakbar á 5. hæð.   Herbergin eru rúmgóð með minibar, góðu baðherbergi ásamt te- og kaffiháhöldum.  
 

Hótelið fær góða umsögn gesta fyrir nútímalegan stíl, þjónustu, útsýni og þægindi.