Park Plaza Verudela
Hótellýsing

Park Plaza Verudela er gott 4 stjörnu íbúðahótel á Punta Verudela í Pula skaganum í Kroatíu aðeins í3.5 km fjarlægð frá miðbæ borgarinnar.  Hótelið býður upp á rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum.  Aðgangur er frá garðinum út að strönd sem gerir þetta skemmtilega íbúðahótel að góðum kosti fyrir  fjölskyldur og pör sem leita að afslöppun og afþreyingu.

Góður garður með þremur sundlaugum og rennibraut sem henta öllum aldurshópum. Þá er á hóteliu minigolf, tennisvellir og hægt er að komast í köfun.  Á hótelinu er einnig starfandi barnaklúbbur með fjölbreyttum leikjum.  Verudela Shopping Avenue er verslunargata sem liggur rétt við hótelið og býður uppá fjölbreytt úrval verslana og matvöruverslanir.  Þar má einnig finna kaffihús og veitingastaði.

Íbúðirnar með einu svefnherbergi taka allt að fjóra,  eitt svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og sófi í stofunni sem notaður er fyrir börn.  Stærri íbúðirnar eru með tveimur herbergjum og svefnaðstöðu í stofu og taka allt að sex manns. Íbúðirnar eru fallega innréttaðar og í þeim er eldhúskrókur með , ísskáp, örbylgjuofni, eldavél og kaffivél.    Öryggishólf og sjónvarp. Hárþurrka á baðherbergi. Íbúðirnar eru loftkældar.

Góður kostur fyrir fjölskyldur og pör, fallegar íbúðir í notalegu umhverfi.