Park Plaza Belvedere Medulin
Hótellýsing

Hotel Park Plaza Belvedere Medulin er gott fjögurra stjörnu fjölskylduvænt hótel staðsett við ströndina í Medulin.  Hótelið er innréttað í nútímalegum og björtum stíl.   Hótelið er staðsett við Bijeca ströndina, eina sandströndina í Medulin, sem er aðeins í 10 mínútna göngufjarlægð frá miðbænum. Gestir geta nýtt sér sundlaugarnar, þar á meðal innisundlaug og tvær útisundlaugar.  Garðurinn við Park Plaza Belvedere Medulin er fallegur og þar er mikill og fallegur gróður.  Garðurinn liggur að tveimur útisundlaugum sem eru fylltar með sjávarvatni.  Þá er einnig góð aðstaða við ströndina fyrir hótelgesti. 

Hótelið býður upp á fjölbreytt íþróttaaðstöðu, þar á meðal átta fótboltavelli, tennisvellir, vellir fyrir fótbolta, handbolta, körfubolta og blak.  Þá er einnig í boði minigolf og hjólaleiga.  Fjölbreyttar hjóla- og göngleiðir eru í nágrenni við hótelið.

Á hótelinu er líkamsræktarstöð, barnaklúbbur og leiksvæði fyrir börn.

Gott og nútímalegt hótel með fjölbreytta þjónustu