Park Plaza Arena 3*+
Hótellýsing

Hotel Park Plaza Arena er gott 3 stjörnu plús hótel staðsett við ströndina í Pula, Króatíu, aðeins 50 metra frá fallegri sandströnd og umkringt fallegum skógi.  Hótelið býður uppá fjölbreytta þjónustu og góða aðstöðu sem hentar bæði fjölskyldum og pörum.   

Hægt er að velja herbergi með eða án svala og eru þau nútímalega innréttuð með loftkælingu, sjónvarpi, minibar og öryggishólfi.   Hægt er að velja herbergi með morgunverði eða hálfu fæði.

Garðurinn er með góðu sameiginlega aðstöðu.  Þá er einnig heilsulind á hótelinu og líkamsræktarstöð, útileikvöllur, minigolf og tennisvellir.  Nýlega byggður leikvöllur fyrir börn.  Umhverfið býður upp á fjölbreyttar göngu- og hjólreiðaleiðir sem liggja í gegnum fallega náttúru og við ströndina.

Stutt er frá hótelinu í Verudela Shopping Avenue en þar eru verslanir, kaffihús og veitingastaðir.

Park Plaza Arena Pula er tilvalið hótel fyrir þá sem leita að afslöppun, útivist og fjölskylduvænu umhverfi við ströndina í Króatíu.