Muthu Raga Madeira Hotel er gott hótel á þægilegum stað, í aðeins 10 mínútna göngufjarlægð frá miðbæ Funchal. Það er með útisundlaug og býður upp á útsýni yfir Atlantshafið.
Öll herbergin eru með svölum með borði og tveimur stólum sem veita víðáttumikið útsýni yfir sjóinn eða fjöllin. Öll herbergin á Raga Madeira Hotel eru með flatskjá með gervihnattarásum, minibar og en-suite sérbaðherbergi.
Gestir Muthu Raga Madeira Hotel geta borðað á öðrum af 2 veitingastöðum hótelsins - L'Horizon og Restaurant Bar Five. Báðir staðirnir bjóða upp á à la carte matseðil með “local” og alþjóðlegri matargerð. Hótelið er einnig með 3 bari þar sem hægt er að velja um umhverfi þar sem gestir geta slakað á með drykk í hönd.
Á hótelinu er stór útisundlaug sem er umkringd sólstólum gestum til aukinna þæginda.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.