Magic World - Allt innifalið
Hótellýsing

Magic World er 5 stjörnu hótel staðsett við ströndina Nabq i Sharm El Sheikh.  Hótelið er byggt upp eins og lítið þorp, Það samanstendur af tólf  3ja hæða byggingum, sem staðsettar eru í fallegum garði með tveimur sundlaugum.  Önnur sundlaugin er tengd við barnalaug og hin er eingöngu fyrir fullorðna.  Alls eru 520 herbergi á þessu hóteli. Staðsetning hótelsins er u.þ.b. 30 km frá Nama Bay.  Á hótelinu er allt innifalið í mat og innlendum drykkjum.  Aðalveitingastaður hótelsins er Magico, er þar er boðið uppá hlaðborði á morgnana og á kvöldin.  Á hótelinu eru fjórir aðrir veitingastaðir og geta gestir hótelsins snætt þar gegn aukagjaldi.  Í boði er snarl yfir daginn í garðinum og á veitingastaðnum “Downtown”.  Einnig eru nokkrir barir sem opnir eru yfir daginn ásamt kaffihúsi.  Hótelbar er á ströndinni, við báðar sundlaugar og einnig í hótelafgreiðslunni.   

Gengið er beint úr hótelgarðinum að ströndinni þar sem hótelið er með sólbekki og sólhlífar fyrir gesti sína.  Hótelgestir fá einnig strandhaldklæði til afnota.  Allt er þetta án endurgjalds.  
Fjölbreytt afþreyingardagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa.  Má þar nefna t.d. tennis, fótbolta, körfubolta, leikfimi, zumba, pilates og danstíma. Einnig er starfræktur barnaklúbbur 6 daga vikunnar fyrir börn frá 4 ára aldri og unglinga upp að 16 ára. Við ströndina er rekinn köfunarskóli þar sem hægt er að taka námskeið í köfun.  Greiða þarf fyrir námskeið á vegum skólans.

Herbergin eru rúmgóð öll með sjónvarpi, minibar og öryggishólfi.  Hárþurrka á baðherbergi.  Svalir eða verönd.  Superior herbergin eru um 28 fermetrar en Deluxe herbergin 34.  Deluxe herbergin eru með sér svæði fyrir aukarúm þar sem hægt er að draga gardínu á milli þess svæðis og svefnherbergisins.  Hægt er að kaupa herbergi sem snúa út í garð, út að sundlaug eða út að sjó.

Wi-fi í sameiginlegu rými. Ekki á herbergjum.

Góð og skemmtileg gisting, mikil og fjölbreytt dagskrá. Hentar fjölskyldum og einstaklingum.

 

Almennt eru ekki lyftur á hótelum í Sharm El Sheikh enda flest hótelin aðeins á 2 hæðum.
Stjörnugjöf miðast við opinbera stjörnugjöf í Egyptalandi