Labranda Royal
Hótellýsing

Labranda Royal Makadi er glæsilegt hótel staðsett við Makadi Bay við Rauðahafið.  Hótelið býður upp á „allt innifalið“ þjónustu og sameinar nútímalega hönnun, fjölbreytta afþreyingu og frábæra staðsetningu við einkaströnd.

Á hótelinu eru  505 herbergi, þar á meðal staðlaðar herbergisgerðir, fjölskylduherbergi og bungaló. Öll herbergi eru með loftkælingu, flatskjá, minibar og svölum eða verönd með útsýni yfir garð eða sundlaugar. Herbergin eru hönnuð með nútímalegum viðarinnréttingum og bjóða upp á þægindi fyrir fjölskyldur og pör.

Á hótelinu eru þrjár sundlaguar fyrir fullorðna og ein barnalaug.  Þá er góð íþróttaaðstaða m.a. tennisvellir, strandblak, borðtennis, líkamsrækt og bogfimi.  Einnig er í boði þjónusta fyrir snorkl og köfun..   La Brise Spa heilsulindin býður uppá nudd, gufubað og tyrkneskt bað.  Á hótelinu er starfandi barnaklúbbur.

Fjölbreytt veitingaþjónusta er á hótelinu m.a. hlaðborðsveitingastaður, franskur a la carté, grískur, asískur og ítalskur veitingastaður með pizzu og heimagerðum pastaréttum.

Hótelið býður uppá fjölbreytta kvöldkskemmtun og þar eru reglulegar sýningar og tónlist á kvöldin.  Þá er einnig haldin karaoke og þemakvöld og að lokum er þar staðsettur næturklúbbur.
 

Labranda Royal Makadi er frábært val fyrir þá sem leita að góðu fríi við Rauðahafið með fjölbreyttri afþreyingu, góðri þjónustu og fallegu umhverfi. Hótelið hentar bæði fjölskyldum og pörum sem vilja njóta sólar, sjávar og skemmtunar í afslöppuðu umhverfi.