Labranda Club Makadi
Hótellýsing

Labranda Club Makadi er fjögurra stjörnu „allt innifalið“ hótel staðsett við fallega einkaströnd í Makadi Bay, Hurghada. Hótelið er sérstaklega vinsælt meðal fjölskyldna og para sem leita að afslappandi fríi með fjölbreyttri afþreyingu og góðri þjónustu.  Á hótelinu eru 339 herbergi með svölum eða verönd sem snúa að sundlaug, garði eða sjó.  Herbergin eru einföld en með loftklæingu, minibar, öryggishólfi og flatskjá með gervihnattasjónvarpi.  

Hótelið er staðsett við einkaströnd með sólbekkjum og sólhlífu,.  Í garðinum eru tvær sundlaugar, þar á meðal barnalaug.  

Á hótelinu er starfandi barnaklúbbur með daglegri dagskrá fyrir börn.  Þá er líka barnaleiksvæði í garðinum.

Fyrir þá sem vilja stunda íþróttir á meðan á dvöl stendur geta notið fjölda vatnaíþrótta m.a. snorklun, köfun og kajak eða skellt sér í tennis, borðtennis, strandblak eða billijard.

Fjölbreyttar kvöldskemmtanir eins og lifandi tónlist, dans- og leiksýningar og karaoke er í boði flest kvöld vikunnar.