Fallegur gistivalkostur sem er staðsettur í La Caleta bænum á Costa Adeje svæðinu, umkringdur fallegum garði með suðrænu ívafi. Hótelið er staðsett einungis um 1,5 km frá Costa Adeje golfvellinum og innan við 5 km fjarlægð frá öðrum golfvöllum.
Á hótelinu eru 248 herbergi, öll innréttuð í fallegum og náttúrulegum stíl. Þau eru búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, svölum eða verönd, öryggishólfi, mini-bar, kaffi- og te aðstöðu og síma og á baðherbergi má finna hárþurrku. Hér má einnig finna baðslopp og inniskó. Í hverju herbergi eru lítil setuaðstaða með stólum og borði.
Hér er fallegur sundlaugargarður með sólbaðsverönd og þremur sundlaugum, þar af er ein upphituð og ein aðeins fyrir fullorðna (18+).
Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir, þar á meðal japanskur og spænskur tapas veitingastaður og fjórir barir þar sem boðið er upp á m.a. lifandi tónlist á kvöldin. Á hótelinu er einnig hraðbanki.
Hér er líkamsræktaraðstaða og glæsileg heilsulind með innisundlaug, gufum og nuddpotti. Einnig er hægt að fá ýmsar nudd- og snyrtimeðferðir gegn auka gjaldi. Heilsulindin er opin alla daga frá 10-19.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Glæsilegt hótel í rólegu umhverfi