Jaz Neo Saraya Palms
Hótellýsing

Frítt fyrir hótelgesti í vatnagarðinn Makadi Water World á meðan á dvöl stendur
Gestir sem dvelja á Jaz Neo Saraya Palms fá frían aðgang að Makadi Water World vatnsrennibrautagarðinn í Makadi alla dvölina. Í garðinum er innifalinn snarl meðan á dvöl stendur, samlokur, ís, kökur og pizzur ásamt vatni, gosdrykkjum, te og kaffi.  Opnunartíminn er frá 10:00-13:00 og 14:-00-17:00.

 

Jaz Makadi Saraya Palms (einnig þekkt sem JAZ Neo Saraya Palms) er fjögurra stjörnu hótel staðsett í Makadi Bayum 30 km suður af Hurghada. Hótelið er hluti af Madinat Makadi hótel- og afþreyingarsamstæðunni og hentar vel fyrir fjölskyldur, pör og golfáhugafólk sem leita að rólegu og þægilegu umhverfi með góðri þjónustu. 

Hótelið býður upp á 102 rúmgóð og vel útbúin stúdíó og íbúðir sem henta vel fyrir fjölskyldur. Öll herbergin eru með loftkælingu, flatskjá, setusvæði, borðstofu og eldhúskrók með ísskáp og kaffivél. Hótelið er í göngufæri frá einkaströnd Makadi Bay, þar sem gestir geta notið sólbaða, sunds og vatnaíþrótta. Auk þess er boðið upp á skutluþjónustu til og frá ströndinni.
Flest herbergin eru með svölum eða verönd með útsýni yfir sundlaug eða golfvöll.

Á hótelinu eru tvær sundlaugar fyrir fullorðna og ein barnalaug.  Þá er á hótelinu tennisvölur, strandblak, borðtennis, yoga og boccia.  Einnig er á hótelinu notalegt SPA. 
Fyrir börnin er starfandi barnaklúbbur.   Þá eru léttar kvöldskemmtanir flest kvöld vikunnar.  Skemmtanirnar eru almennt rólegri og minna áberandi en á stærri hótelunum í sömu keðju.

Jaz Makadi Saraya Palms er frábært val fyrir þá sem leita að afslappandi fríi í sólinni með fjölbreyttri afþreyingu og góðri þjónustu. Hótelið sameinar þægindi, fjölskylduvæna aðstöðu og nálægð við náttúruperlur Rauðahafsins.