JAZ Makadi Star
Hótellýsing

Jaz Makadi Star & Spa er gott 5-stjörnu hótel staðsett í Madinat Makadi, við Rauða hafið.  Hótelið er staðsett í Madinat Makadi, aðeins  í 5 mínútna göngufæri  frá einkaströnd  hótelsins.
Hótelið er staðsett stutt frá Makadi Water World vatnagarðinum og í minna en 10 mínútna göngufjarlægð frá verslunum, veitingastöðum og börum í Souk Makadi.

Á hótelinu er góð aðstaða við sundlaugina þar sem nægilegt pláss er fyrir alla gesti. Hótelgarðurinn eru gróskumikill og vel við haldinn, með fjölbreyttum gróðri sem skapar rólegt og afslappað andrúmsloft.

Á hótelinu eru 167 rúmgóð herbergi og svítur.  Öll herbergi eru rúmgóð og vel búin og eru með te/kaffivél, minibar, gervihnattasjónvarpi og rúmgóðu baðherbergi:

Jaz Makadi Star & Spa hótelið býður upp á fjölbreytt úrval veitingastaða og barir sem fullkomna matarupplifunina fyrir gesti sína. Með nokkrum mismunandi veitingastöðum og börum geta gestir notið ólíkra matargerða og drykkja.  Amaraya er aðal veitingastaður hótelsins en einnig eru nokkrir A la carte veitingahús sem bjóða uppá fjölbreytta matargerð.  Þá er El Negma barinn staðsettur við einkaströnd hótelsins.

Reglulegar kvöldskemmtanir eru í boði á þessu hóteli.