Jaz Makadi Saraya
Hótellýsing

Frítt fyrir hótelgesti í vatnagarðinn Makadi Water World á meðan á dvöl stendur
Gestir sem dvelja á Ja< makadi Saraya fá frían aðgang að Makadi Water World vatnsrennibrautagarðinn í Makadi alla dvölina. Í garðinum er innifalinn snarl meðan á dvöl stendur, samlokur, ís, kökur og pizzur ásamt vatni, gosdrykkjum, te og kaffi.  Opnunartíminn er frá 10:00-13:00 og 14:-00-17:00.

 

Jaz Makadi Saraya Resort er gott hótel  staðsett á Makadi Bay við Rauðahafið..  Hótelið er hluti af Jaz Hotels & Resorts keðjunni, sem er þekkt fyrir góða þjónustu og góðar aðstæður fyrir fjölskyldur og pör.  Hótelið er ekki beint við sjóinn, en það er stutt göngufæri eða skutla niður að einkaströnd Jaz-hótelanna við Makadi Bay, þar sem boðið er upp á sólbekki, strandbar og köfunarmiðstöðvar.

Á hótelinu eru nokkrar sundlaugar þar á meðal barnalaug.  Góð aðstaða fyrir íþróttaiðkun svo sem tennis, strandblak og líkamsrækt.  Þá er á hótelinu SPA og heilsulind og barnaklúbbur. 
Á hótelinu er allt innifalið í mat og drykk.  Aðal veitingastaður hótelsins býður uppá hlaðborð en einnig er hægt að borða á veitingastöðum sem bjóða a la carte þjónustu frá ýmsum heimshlutum m.a. ítalskan, arabískan og asískan mat.

Lifandi tónlist og dans er meðal skemmtana sem hótelið er með í boði á kvöldin.