Jaz Belvedere - Allt innifalið
Hótellýsing

Hotel Jaz Belvedere er  5 stjörnu hótel staðsett við   Montaza ströndina í Sharm El Sheikh.  Staðsetning er í rólegu og fallegu umhverfi.  Hótelið er einstaklega notalegt með stórum og fallegum garði með nokkrum lágreistum byggingum.    Tvær stórar sundlaugar  og barnalaug.  Beint aðgengi er frá garðinum  út á einkaströnd sem tilheyrir hótelinu. Þar er skemmtilegur bar fyrir gesti hótelsins. Mjög góð aðstaða er á ströndinni, bekkir og sólhlífar eru í boði án endurgjalds.  
Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður er framreiddur  á aðalveitingastað hótelsins, Rihana Restaurant.  Þar er mjög gott úrval af hlaðborði. Þá er einnig a la carte veitingastaður, kokteilbar bæði við sundlaugina og við ströndina.  Í hótelafgreiðslunni er kaffihús og bar sem opinn er allan sólarhringinn.  Á milli 17 og 18 er boðið uppá te, kaffi og kökur.  Við sundlaugina er alltaf hægt að nálgast bæði mat og drykk yfir daginn.  Innifaldir eru allir innlendir drykkir.

Herbergin snúa ýmist út í garð eða út að sjó.  Þau eru snyrtileg og vel búin helstu þægindum.  Öll með góðu baðherbergi með sturtu. Stór strandhandklæði eru á öllum herbergjum ásamt sloppi og inniskóm.  Hárþurrka.  Fjölskylduherbergin eru með einu tvíbreiðu rúmi og tveimur einbreiðum rúmum fyrir 3 og 4 aðila.  Aukarúmin eru í sama rými en hægt er að draga tjald á milli.  Herbergin eru öll eins innréttuð og eru rúmgóð.  Öryggishólf og minibar á öllum herbergjum ásamt svölum eða verönd.  Te- og kaffibakki er á öllum herbergjum. 

Skemmtidagskrá er í boði bæði fyrir börn og fullorðna yfir daginn og á kvöldin.   
Mjög góð aðstaða fyrir þá sem vilja halda sér í formi í fríinu og taka á því í ræktinni í tækjasal hótelsins.   Tennsivellir og strandblak. Þá er einnig góð heilsurækt (spa).
 

Þráðlaust internet er í boði í sameiginlegu rými.  

Góður og hagkvæmur kostur frábærlega staðsettur við ströndina.  Fjölskylduvænt.

Almennt eru ekki lyftur á hótelum í Sharm El Sheikh enda flest hótelin aðeins á 2 hæðum.
Stjörnugjöf miðast við opinbera stjörnugjöf í Egyptalandi