Insulae Resort - Suites and pool lodge
Hótellýsing

Hér er um að ræða fallegt resort- hótel sem er staðsett aðeins fyrir utan Cefalú. Insulae þýðir gestrisni á Sikiley. 

Hótelið býður upp á skutl-þjónustu í miðbæ Cefalú. 

Herbergin eru innréttuð á suðrænan hátt og búin öllum helstu þægindum. Öll herbergi eru með skáp, skrifborði, loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi sem geymir allt að 13“ fartölvur, mini-bar (gegn gjaldi) og hitaketil. Inn á baðherbergi er rúmgóð sturta, hárþurrka og sloppar. 

Garden herbergin eru með verönd út í garðinn með húsgögnum. 

Tower herbergin eru á fyrstu hæð (ekki jarðhæð), innréttuð á nútímalegan máta með verönd og sjávar- eða sundlaugarsýn. 

Herbergi með sjávarsýn eru tvennskonar. Í öðru herberginu er aðeins hægt að bóka tvo aðila og í hinu er hægt að bóka allt að þrjá aðila. Herbergin sem eru fyrir þrjá aðila eru stærri og bjóða upp á að bæta við auka rúmi. Veröndin í báðum tilfellum snýr að sjónum með dásamlegu útsýni. 

Á hótelinu er fyrsta flokks hlaðborðsveitingastaður, vínkjallari, líkamsræktaraðstaða utandyra, heilsulind og sundlaugarbar. Hér er einnig boðið upp á bílastæði (gegn gjaldi) og þvottaþjónustu (gegn gjaldi). 

Í garðinum er að finna sundlaug, sólbekki og sólhlífar. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.