Indigo er perlan við strönd Seminyak. Dýrlegt hótel sem býður uppá ríkulegt dekur í umhverfi, veitingum og þjónustu.
Fjöldi dásamlegra veitingastaða, kaffihúsa og bara. Heilsulindin er himnesk og sundlaugasvæðið og ströndin engu minni himnasæla.
Utan hótelsins er að finna marga af flottustu og bestu veitinga- og skemmtistöðum Seminyak.
Fararstjóri Heimsferða á Bali er Adolf Jónsson
Adolf Jónsson er með víðtæka reynslu af fararstjórn um víða veröld og hefur síðastliðin ár verið búsettur í Mexíkó og leitt fjölda ferða um Yucatánskaga, Playa del Carmen og Cancun auk annara landa í Mið- og Suður Ameríku. Adolf ferðaðist víða um Kína meðan hann dvaldi við nám í Shanghai og nýtti allar frístundir til að bæta við sig þekkingu á álfunni. .
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.
Láttu Asíudrauminn rætast
Fáir staðir eru jafn heillandi og Bali með sínar hvítu strendur, tæra sjó og fjölbreytt mannlíf. Flogið er með Icelandair og Emirates, einn flugmiði alla leið og lágmarks biðtími í millilendingu. Tösku fara alla leið sem gerir ferðalagið enn þægilegra.
Dvalið verður í Seminyak sem er einn vinsælasti strandbær Bali. Bærinn hefur haldið sínum sjarma í gegnum árin og er með sterka tengingu við sögu og fortíð eyjunnar. Mannlífið er sannarlega fjölbreytt og hér er að finna flotta veitingastaði, fjölbreyttar verslanir og kaffihús. Verðlag á Bali er almennt hagstætt.
Fjölbreytt afþreying er í boði, hjólaferðir, köfun, brimbretti, jóganámskeið eða ferðir um eyjuna þar sem náttúran leikur aðalhlutverk.
√ Flogið með Icelandair og Emirates. Fyrsta flokks þjónusta alla leið.
√ Einn flugmiði og farangur innritaður alla leið við brottför.
√ Stuttur biðtími í millilendingum.
√ Gisting á 5 stjörnu hóteli með morgunverði.
√ Fjölbreytt afþreying.
√ Akstur til og frá flugvelli á Bali
Smelltu hér til að skoða þjónustu Emirates
Viltu vita meira um ferðina ? Sendu fyrirspurn á netfangið langferd@heimsferdir.is eða hringdu í þjónustusímann okkar 595-1000.
Fjöldi valfrjálsra ferða verður í boði og kynntar af fararstjóra og leiðsögumönnum.
Hér eru nokkrir áhugaverðir staðir nefndir sem við leggjum áherslu á að kynna ferðalöngum okkar:
Tampaksiring eru böð og hof þar sem heilög lind rennur í miklar og merkilega laugar sem hafa í árhundruði (sumir segja síðan 990 AD) verið sóttar af balíbúum sem leita sér lækninga eða vilja hreinsa andann.
Bedugul er samheiti yfirþað svæði þar sem Ulun Danu-hofið og Bratan, Tamblingan- og Buyan vötnin er að finna umkringd mikilli náttúrufegurð.
Pura Ulun Danu Bratan, einsog hofið heitir fullu nafni, er sjálfsagt mest ljósmyndaða hof á Balí ásamt Tanah Lot sjávarhofinu. Hofið, sem er í 1,200 metra hæð yfir sjávarmáli, var byggt 1633 á Bratanvatni og er tileinka Dewi Danu eða gyðju stöðuvatna í goðafræði hindúa.
Batur fjallið og vatnið
Gunung Batur nefnist fjallið á máli heimamanna og er virkt eldfjall í 1,717 m.h.y.s. og gaus síðast árið 1968. Frá Kintamani bænum sést yfir hraunbreiðurnar sem komu úr því gosi.
Baturvatnið er stærsta vatna á Balí og fengsælt af fiski. Við vatnið er eitt af þorpum Bali Aga fólksins og er einungis fært þangað á bát.
Goa Lawah eða leðurblökuhellirinn er sagður ná 30 km eða allt að Besakih móðurhofinu mikla og býr þar risasnákur sem nefnist Naga Basuki, samkvæmt goðsögnum. Auðvitað er þarna hindúískt hof í athvarfi þúsunda leðurblakna sem hanga á hellisveggjum og lofti.
Kerta Gosa-dómshúsið og Klungungbær
Höllin í Klungkung konungsdæminu var fyrsta reist í lok sautjándu aldar í Semarapura, höfuðstað ríkisins, en lögð í rúst í átökum við hollendinga árið 1908.
Dómhúsið Kerta Gosa hefur varðveist betur en höllin og segir sögu þess tíma þegar Klungkung var æðst af öllum konungsdæmum á Balí og þangað var flóknustu þrætumálum vísað. Dómarar voru 3 æðstuprestar brahmana og málverk á lofti og veggjum hússins lýstu fyrir sakamönnum þeim hegningum sem gætu beðið þeirra.
Tanah Lot
Sjávarhofið er einn mikilvægasti helgireitur Balíbúa og eitt af sjö strandhofum sem mynda keðju um suð-vesturhluta eyjunnar og er sjónlína í góðu skyggni á milli allra hofanna.
Sagt er að hofið hafi verið byggt á 16 öld en mögulega eru grunnar þess enn eldri og meira tengdir þjóðtrú og fornum siðum frumbyggja Balí heldur en hindúismanum.
Um 1980 hafði ágangur sjávar mulið svo úr undirstöðum hofsins að það þótti ekki lengur örugg. Komu þá japanir til bjargar og endurbyggðu skerið svo rækilega að í dag er þriðjungur klettanna nýsmíði
japana rækilega dulbúið sem náttúrulegir klettar.
Uluwatu er einnig eitt af sjö sjávarhofum suð-vestur Balí sem myndar keðju með t.d Tanah Lot hofinu. Staðsett á hrikalegum og bröttum sjávarhömrum í um 70 metra hæð yfir beljand útahfsöldum Indlandhafs. Uluwatu hofið er fornt, reis á 11 öld á grunni enn eldri hofs. Sólarlag er sérlega fallegt séð frá Uluwatu. Í hofunum og skógarrjóðrum í kring um hofið halda til hundruðir apa sem geta verið mjög ágengir og frekir.
Innifalið:
Flug frá Keflavík til Bali með Icelandair og Emirates. Allir skattar og gjöld innifalin.
Akstur á milli hótels og flugvallar á áfangastað.
Gisting í tvibýli með morgunverði.
Leiðsögn heimamanna þar sem þörf er á.
Íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið:
Tryggingar, bólusetningar, þjórfé eða annað ótilgreint.
Framlengd vist á hóteli (late check-out) eftir kl. 12 eða snemm-innritun (early check-in)
Athugið:
Hugið vel að gildistíma vegabréfs. Nafn farþega þarf að vera eins í vegabréfi og á ferðagögnum. Hugið einnig að bólusetningu, ef þarf.
Dagskrá getur breyst t.d. af völdum veðurs, ófyrirsjáanlegra aðstæðna eða góðra hugmynda.
Gætið vel að tryggingum sem oft eru í greiðslukortum eða heimilistryggingum.
Íslendingar þurfa vegabréfsáritun til Indonesíu og er hún afgreidd við komu gegn 40$ gjaldi.