Iberotel Palace - Allt innifalið - Aðeins fyrir 16+
Hótellýsing

Iberotel Palace er mjög gott 5 stjörnu hótel staðsett við ströndina og í  göngufæri við gamla bæinn í Sharm El Sheikh.  Liflegt umhverfi með verslunum og annarri þjónustu í næsta nágrenni. Hótelið er eingöngu fyrir 16 ára og eldri.  Staðsetningin við ströndina er einstök með beinu aðgengi út frá hótelgarðinum.  Þar eru sólbekkir og sólhlífar fyrir gesti hótelsins.  Gestir fá einnig handklæði til að nota við sundlaug eða strönd.  Þessi þjónusta er innifalin fyrir alla gesti. 

Herbergin eru fallega innréttuð og rúmgóð.  Þau eru um 36 fermetrar af stærð ýmist með tveimur aðskildum rúmum (twin) eða einu stóru (queen).  Þau eru vel búin með loftkælingu, minibar, öryggishólfi, straubretti, góðu sjónvarpi, og hárþurrku. Hægt er að kaupa herbergi sem snýr út að sjó og er það þá með hliðarsjávarsýn.

Allt fæði og innlendir drykkir eru innifaldir í verði.  Morgun- hádegis- og kvöldverður eru í boði á í La Coupole veitingastaðnum.  Tveir aðrir veitingastaðir eru  á hótelinu, ítalskur og asískur.   Gestir geta notað þessi veitingahús gegn vægu gjaldi. Á hótelinu eru einir 5 barir og kaffihús, þar af tveir sem bjóða snarl yfir daginn.  Snarlbar við sundlaugina og annar á ströndinni. Þá er þar einnig líflegur pub sem opinn er til miðnættis.  Fjölbreytt skemmtidagskrá yfir daginn og á kvöldin.  Mjög góður garður með bekkjum og sólhlífum.  Innisundlaug.  Líkamsræktarsalur og tveir tennisvellir.  Frí internettenging í öllu hótelinu og á herbergjum.

Mjög góður kostur fyrir pör.  Frábær staðsetning. Stutt í alla þjónustu og líflegt umhverfi.

Almennt eru ekki lyftur á hótelum í Sharm El Sheikh enda flest hótelin aðeins á 2 hæðum.
Stjörnugjöf miðast við opinbera stjörnugjöf í Egyptalandi