Iberotel Makadi Beach
Hótellýsing

Frítt fyrir hótelgesti í vatnagarðinn Makadi Water World á meðan á dvöl stendur
Gestir sem dvelja á Iberotel Makadi Beach fá frían aðgang að Makadi Water World vatnsrennibrautagarðinn í Makadi alla dvölina. Í garðinum er innifalinn snarl meðan á dvöl stendur, samlokur, ís, kökur og pizzur ásamt vatni, gosdrykkjum, te og kaffi.  Opnunartíminn er frá 10:00-13:00 og 14:-00-17:00.



Iberotel Makadi Beach er staðsett í Makadi Bay svæðinu í Hurghada.  Þetta hótel er þekkt fyrir glæsilegt útsýni, framúrskarandi þjónustu og afslappandi umhverfi sem gerir það að vinsælu vali fyrir ferðamenn sem vilja njóta sól og strandar.


Mjög rúmgóð herbergi með útsýni yfir hafið, garðinn eða sundlaugina.  Öll herbergi eru vel búin helstu þægindum m.a. loftkælingu, sjónvarpi, minibar og hárþurrku á baðherbergi.

Mjög góður garður og nokkrar sundlaugar.  Á hótelinu er einnig heilsurækt og spa og hægt er að leigja búnað fyrir vatnsíþróttir fyrir snorkls og köfun.

Á hótelinu er einn aðal-veitingastaður en einnig snarl bar við sundlaugina og annar veitingastaður.  Kvöldskemmtanirnar á hótelinu eru vinsælar meðal hótelgersta.

Iberotel Makade Beach er frábær kostur fyrir þá sem vilja njóta hvíldar og afslöppunar við ströndina.