Hotel Victoria Palace
Hótellýsing

Hotel VIctoria Palace er gott 4 stjörnu hótel vel staðsett við ströndina í Cefalú. Hótelið er fallega innréttað í nútímalegum stíl.  Lítil sundlaug er í garðinum en aðeins þarf að ganga yfir götuna til að komast á strönd.  

Herbergin eru rúmgóð og vel búin, öll með loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi og minibar. Svalir eða verönd  á öllum herbergjum.

Gott hótel, vel staðsett í Cefalú
 

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Gjaldið er yfirleitt í kringum 3-4 evrur  á mann á dag. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.