3 stjörnur SUPERIOR
Hotel Linder er mjög gott 3 stjörnu Superior hotel vel staðsett ofarlega í miðbænum í Selva, aðeins 120 metra frá Ciampinoi kláfinum sem flytur skíðafólkið upp í 2.220 metra hæð. Sameiginleg aðstaða hótelsins hefur nýlega verið tekið í gegn svo og heilsuræktin sem er glæsileg með sauna, tyrknesku baði og nuddpotti. Lítil upphituð sundlaug og hvídarherbergi. Frítt fyrir hótelgesti í heilsulind og sundlaug. Öll sameiginleg aðstaða er mjög góð, glæsilegur veitingastaður þar sem gestir snæða morgunverð. Þá er á hótelinu skemmtilegur bar.
Herbergin eru fallega innréttuð í nútímalegum stíl og vel búin helstu þægindum. Hægt er að velja um 3 herbergjatýpur. “Mountain classic” snýr að fjallinu og er með tvö einbreið rúm, Alpine herbergi sem snúa í suður eða austur og góðu útsýni yfir næsta nágrenni. Að lokum er það Newcomer South, sem snýr í suður og með góðu útsýni og er stærra en hin herbergin.
Ekki er mini-bar á herbergjum.
Fallegt og nýlegt hótel frábærlega staðsett í Selva, aðeins 120 metra frá kláfinum.
Ekki er fararstjóri á vegum Heimsferða í skíðaferðunum til Selva Val Gardena, ekki er heldur í boði á akstur til og frá Selva Val Gardena.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.