Hótel Le Calette er gott hótel, staðsett 200 metra frá Kalura ströndinni í Cafalú. Á hótelinu er góður garður með góðri sólbaðsaðstöðu. Hótelstaðsetningin er í u.þ.b 20 mínútna göngufjarlægð frá miðbænum í Cafalú.
Á hótelinu eru tveir veitingstaðir, Rizzi Mari, sem er í finni kantinum með glæsilegu útsýni og Calette Reef, sem er hefðbundinn og staðsettur er niður við sjó með glæsilegur útsýni yfir hafið og næsta nágrenni. Glæsileg heilsurækt með tyrknesk og finnsku sauna ásamt nuddpotti. Þá er þar einnig snyrtistofa. Líkamsræktartæki og tennisvellir.
Herbergin eru vel búin og fallega innréttuð, öll með sjónvarpi, te- og kaffivél og öryggishólfi.
Fallegt hótel staðsett í friðsælu umhverfi með góðri þjónustu.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Gjaldið er yfirleitt í kringum 3-4 evrur á mann á dag. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.