Hotel Grohmann
Hótellýsing

Hotel & Club Grohmann Touring er gott hótel 150 m frá miðbæ Campitello di Fassa. Í miðbæ Campitello di Fassa er að finna veitingahús, bari, kaffihús og litlar verslanir. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu er veitingastaður, skíðageymsla, líkamsrækt og heilsulind með heitum potti, tyrknesku baði og slökunarsvæði. Aðgangur að heilsulindinni er gegn auka gjaldi. Hótelið er nálægt Col Rodella kláfinum sem tengdur er inn á Sella Ronda skíðahringinn. Á hótelinu er innifalið hálft fæði, þ.e.a.s. morgunverður og kvöldverður. 

Herbergin eru misjafnlega innréttuð, flest þó í týrólskum stíl, sum eru með svölum. 
- Classic herbergi – eru með sjónvarpi, öryggishólfi og hárþurrku á baðherbergi. 

Ath. að aukagjald fyrir barnarúm greiðist á hótelinu, en þarf að bókast í gegnum Heimsferðir.

Stutt ganga er í skíðalyftur, en ekki er hægt að skíða aftur á hótelið í lok dags heldur þarf að taka skíðarútu frá Canazei til Campitello di Fassa. Skíðarútur ganga á u.þ.b. 15 mínútna fresti. 

Skíðarúta stoppar fyrir framan hótelið. 

Nálægar skíðalyftur:
- Col Rodella- kláfurinn - 250 m
- Col de Lin - 650 m
- Canazei Pecol – 2,4 km 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu á almenningssvæðum, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Vefsíða hótelsins