Hotel Costa Verde
Hótellýsing

Hér er um að ræða gott og fjölskylduvænt hótel, staðsett upp í hæð, en örstutt frá ströndinni í Cefalú.

Hér eru 390 herbergi, öll með svölum. Herbergin eru innréttuð í fallegum litum á minimalískan hátt. Öll eru búin loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi, litlum ísskáp og á baðherbergi er hárþurrka. 

Superior herbergin hafa að auki te- og kaffiaðstöðu, hægindastól, USB tengi í veggjum og stærra sjónvarp. Þessi herbergi eru með sjávarsýn.

Á hótelinu eru fimm veitingastaðir, en þó er aðeins einn þeirra opinn í október. Það er hlaðborðsveitingastaðurinn þeirra sem býður upp á fjölbreyttan mat. Þá er hér einnig líkamsræktaraðstaða og heilsulind.

Á hótelinu má finna allskyns afþreyingu en hér er til dæmis starfræktur barnaklúbbur og hægt er að fara í  vatnaleikfimi, spila fótbolta, fara í danstíma og á kvöldin eru skemmtilegar sýningar fyrir allan aldur. 

Í garðinum má finna þrjár sundlaugar. Eina „infinity pool“, eina sundlaug fyrir allan aldur og eina stóra barnalaug með litlum vatnsrennibrautargarði. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu á almenningssvæðum, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.