Hotel Carlton Riviera er 3 stjörnu plús hótel frábærlega staðsett við ströndina nálægt Cefalú. Stór sundlaug og góður garður með fallegu útsýni út á hafið. Lítil einkaströnd sem tilheyrir hótelinu og er eingöngu fyrir hótelgesti. Rómgóð herbergi vel búin helstu þægindum, sjónvarpi, öryggishólf og minibar. Herbergin eru loftkæld. Hárþurrka á öllum herbergjum.
Hótelið hefur nýlega verið tekið yfir af nýjum aðilum og hefur verið endurnýjað að hluta. Það hlýtur góða dóma varðandi þjónustu, mat og staðsetningu. Innifalið er hálf fæði, morgun- og kvöldverður ásamt drykkjum og er þá átt við rauðvín, hvítvín eða vatn með kvöldverði.
Hótelið er í ca 7 km fjarlægð frá miðbæ Cefalú.
Gott og snyrtilegt hótel sem hlotið hefur góða dóma fyrir þjónustu, mat og staðsetningu.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Gjaldið er yfirleitt í kringum 3-4 evrur á mann á dag. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.