Hotel Baia del Capitano
Hótellýsing

Hér er um að ræða gott og barnvænt hótel, staðsett í 10 mínútna akstursfjarlægð frá Cefalú. Hótelið býður góða þjónustu og er með beinan aðgang að einkasvæði á ströndinni um 500 metra frá hótelinu. 

Herbergin eru búin öllum helstu þægindum með loftkælingu, öryggishólfi, litlu skrifborði, sjónvarpi, mini-bar (gegn gjaldi) og á baðherbergi er sturta og hárþurrka. 

Classic herbergin eru einföld herbergi, um 14fm. Þessi herbergi eru með glugga. 

Superior herbergin eru örlítið stærri eða um 16 fm. Þessi herbergi eru með svölum. Hægt er að panta með garðsýn eða sjávarsýn. Herbergin með sjávarsýn eru 17fm og með stærri svölum. 

Á hótelinu eru tveir barir, einn inn á hótelinu og einn við sundlaugina. Á barnum er einnig hægt að panta sér létta rétti. Þá er hér veitingastaðurinn Kefalé en hann sérhæfir sig í Miðjarðarhafs fæði og er með fjölbreytt úrval fyrir þá sem eru grænkerar eða með einhverskonar óþol. 

Í garðinum má finna sundlaug, sólbekki og sólhlífar. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.