Hotel Continental Hurghada er gott hótel og vel staðsett í strandbænum Makadi Bay við Hurghada. Hótelið er staðsett í fallegu umhverfi með fallegum garði og við breiða sandströnd. Alls eru 250 herbergi á hótelinu, öll með svölum eða verönd og snúa annaðhvort út í garð eða út að sjó.
Á hótelinu eru sex veitingastaðir en morgun- og kvöldverður er framreiddur á aðalveitingastað hótelsins. Þá er snarl-bar við sundlaugina og út við strönd. Einnig eru huggulegur seturstofur inni á hótelinu. Hátíðarkvöldverður um jól og áramót. Athugið að greiða þarf fyrir drykki með hátíðarkvöldverði.
Garðurinn er stór og rúmgóður og góð sólbaðsaðstaða. Þá er á hótelinu heilsurækt, sauna og snyrtistofa. Ýmsar vatnaíþróttir og köfun eru í boði beint frá ströndinni.
Gott hótel, vel staðsett við ströndina. Góð þjónusta