Checkin Concordia Playa
Hótellýsing

Hotel Checkin Concordia Playa er staðsett í fallega smábænum Puerto de la Cruz. Þetta er fjölskylduvænt hótel í göngufæri við veitingastaði og ströndina. Taoro almenningsgarðurinn er í um 800 m. fjarlægð frá hótelinu og Teide þjóðgarðurinn í um 2,2 km. fjarlægð.

Hér er móttakan opin allan sólarhringinn.

Herbergin eru stílhrein og látlaus en þar má finna loftkælingu, síma, öryggishólf (gegn gjaldi),  lítinn sófa og sjónvarp. Hárþurrka er á baðherbergi og er sturtan ofan í baðkari. Svalir eða verönd fylgja öllum herbergjum. Superior herbergin eru með hliðarsjávarsýn en í þeim herbergjum er einnig lítill ísskápur ásamt hraðsuðukatli og er öryggishólfið gjaldfrjálst. Freyðivínsflaska bíður einnig þeirra gesta sem bóka Superior herbergi við komu.

Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu, en þar er morgunverður, hádegis- og kvöldmaturinn framreiddur. Eldað er fyrir opnum tjöldum bæði í hádeginu og á kvöldin og ýmis þemakvöld haldin. Hægt er að vera með morgunverð eingöngu, hálft fæði eða fullt fæði en drykkir eru ekki innifaldir. Að auki er góður bar á hótelinu sem er með fjölbreytt úrval kokteila og annarra drykkja, ásamt því að selja ís og smárétti. 

Ýmsa afþreyingu er hægt að nýta sér á hótelinu en hér er t.d. leiksvæði innandyra ásamt leikherbergi. Íþróttaviðburðir eru sýndir á sjónvarpsskjáum og fjölbreyttar kvöldskemmtanir eru yfir háannatíma. Sjálfsala sem selja drykki og nasl má einnig finna á hótelinu. Boðið er upp á ýmsa líkamsræktartíma og hægt er að spila pílukast og billjard gegn gjaldi.

Garðurinn er lítill og sjarmerandi með góðri sundlaug og eru sólbekkir í garðinum til afnota. Gegn 10 Evru tryggingargjaldi er hægt að fá leigð handklæði til afnota í sundlaugargarðinum.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Fjölskylduvænt og huggulegt hótel!