Charmillon Sea Life Resort - Allt innifalið
Hótellýsing

Charmillon Sea Life Resort er virkilega gott og fallegt 4* hótel í Sharm El Sheikh, nánar tiltekið í Nabq Bay strandsvæðinu og í aðeins 5 km fjarlægð frá flugvellinum. Gestamóttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn og boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá alla daga fyrir börn og fullorðna.  Á hótelinu má finna björt herbergi með svölum.  Öll herbergin eru vel innréttuð í fallegum stíl og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, minibar, öryggishólfi og síma. Á baðherbergi má finna hárþurrku. 

 

Í hótelgarðinum eru glæsilegar sundlaugar með sólbekkjum, sólhlífum og sundlaugarbar ásamt sérstakri barnasundlaug og leikvelli fyrir yngstu kynslóðirnar. Þá liggur einkastrandsvæði við hótelið enda er það staðsett í fyrstu línu við sjávarmál. 

 

Glæsilega heilsulind og vel útbúna líkamsrækt má finna á hótelinu. Á hótelinu er að finna köfunarklúbb fyrir gesti þess. Gegn vægu gjaldi er hægt að stunda ýmsar boltaíþróttir á þar til gerðum útisvæðum. 

Hótelið býður gestum sínum upp á allt innifalið þjónustu í mat og drykk. 

 

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu á gestamóttökusvæði gestum að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma. 

 Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar. 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

 

Glæsilegur gististaður fyrir alla fjölskylduna í Sharm El Sheikh!