Charmillon Club Resort - Allt innifalið
Hótellýsing

Hotel Charmillon Club Resort er gott 4 stjörnu hótel vel staðsett með beinu aðgengi út á strönd.  Huggulegur garður með góðri sundlaug og barnalaug.  Gestir hótelsins fá handklæði bæði fyrir sundlaug og fyrir ströndina.  Bekkir á vegum hótelsins eru á ströndinni.  Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir, hlaðborðsveitingastaður, ítalskur, lobby-snarl bar, sundlaugarbar og egypsk-líbanskur veitingastaður. Þá er hádegisverðarstaður við ströndina og einnig bar.  

Hótelið gerir mikið úr skemmtidagskrá fyrir gesti sína, bæði yfir daginn og á kvöldin.  
Víða er hægt að setjast niður í huggulegum garði til að hafa það náðugt og slappa af.  Likamsræktaraðstaða og heilsurækt.

Herbergin eru rúmgóð og hlýlega innréttuð.  Öll með sjónvarpi,  litlum ísskáp og öryggishólfi.  Hárþurrka á baðherbergi. Svalir/verönd á öllum herbergjum og loftkæling.

Gott hótel með frábæru aðgengi að strönd.

 

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu á gestamóttökusvæði gestum að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma. 

 Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar. 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.