Alua Atlantico Golf Resort er staðsett í Golf de Sur, um 10 km frá Tenerife Sur flugvellinum og er nýtt í sölu hjá Heimsferðum. Þetta er glæsilegt og líflegt hótel sem býður einungis upp á „allt innifalið“ þjónustu sem ætti að höfða til sem flestra og hentar auk þess öllum aldurshópum. Amarilla og Golf del Sur golfvellirnir eru staðsettir við hótelið og fá gestir sem hyggjast spila golf, sérkjör á völlunum.
Hér er móttakan opin allan sólarhringinn.
Hægt er að bóka herbergi eða svítur og eru allar vistarverur mjög fallegar, bjartar og stílhreinar. Í þeim öllum má finna svalir, baðherbergi með sturtu ásamt hárþurrku, ísskáp, öryggishólf (gegn gjaldi) og kaffiaðstöðu. Herbergin með eða án hliðarsjávarsýn rúma allt að þrjá aðila (tvo fullorðna hámark). Svíturnar hafa auk þess setustofu með svefnsófa og rúma þær allt að fimm manns (hámark þrjá fullorðna). EF bókað er CLUB HERBERGI eða CLUB SVÍTA fylgja ýmis fríðindi og aðgangur að lokuðum svæðum á hótelinu.
Tveir hlaðborðsveitingastaðir eru á hótelinu, Terra Café sem er aðal hlaðborðsstaðurinn, en þar er morgunverður, hádegis- og kvöldmaturinn framreiddur. Eldað er fyrir opnum tjöldum bæði í hádeginu og á kvöldin og ýmis þemakvöld haldin. Hinn nefnist Ocean og er hann rólegri og minni í sniðum. Í boði er morgunverðarhlaðborð og ítalskt þema á kvöldin. Einnig má finna A la Carte veitingastað, Enyesque, en krafist er snyrtilegs klæðnaðar þar en innifalið er að snæða þar einu sinni. Auk þess er mexíkanskur veitingastaðar, Chido Tex-Mex sem er hluti af „allt innifalið“ þjónustunni. Fjóra bari er að finna á hótelinu, sundlaugarbarina Fresco og Areca, ásamt hótelbarnum Agua og „chill-out“ barnum La Luna.
Ýmsa þjónustu er hægt að nýta sér á hótelinu, m.a. þvottaþjónustu gegn gjaldi. Hér er auk þess líkamsræktaraðstaða, hægt að iðka jóga og heilsulind með saunu en auk þess er í boði að bóka ýmsar líkamsmerðferðir og nudd gegn gjaldi. Leikherbergi með t.d. píluspili og borðtennisborði er einnig á meðal þeirrar afþreyingar sem er að finna ásamt mörgu fleiru. Barnaklúbbur er starfandi fyrir 4-12 ára börn og eru skemmtanir og viðburðir daglega, bæði yfir daginn og á kvöldin sem ætlað er öllum aldurshópum.
Sundlaugargarðurinn er stór og snyrtilegur með fimm sundlaugum, þar af einni barnalaug og buslulaug fyrir yngstu börnin. Sólbekkir um allan garðinn eru til afnota fyrir hótelgesti ásamt sólhlífum svo vel er hægt að una sér í garðinum.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Glæsilegt og líflegt hótel!