Í þessari ferð er dvölinni skipt upp á milli Hotel Komaneka Monkey Forest í Úbud og Hotel The Haven í Seminyak. Eftir lendingu á Bali er haldið til Ubud og dvalið á Komenaka Monkey Forest í 5 nætur. Þar verður fundur með fulltrúa ferðaskrifstofunnar þar sem leiðbeinir um afþreyingu og þjónustu. Dagarnir í Ubud eru valfrjálsir en fararstjóri mun kynna þær skoðunarferðir og afþreyingu sem eru í boði á svæðinu.
Eftir dvölina í Ubud er haldið af stað í dagsferð frá fjöllum Bali til strandarinnar í Seminyak. Ferðin er undir öruggri leiðsögn fararstjóra og á leiðinni er snæddur hádegisverður sem er innifalinn í verði ferðarinnar. Eftir komuna til Sanúr verður fararstjóri með kynningu á þeim ferðum og þeirri afþreytingu sem er í boði á svæðinu. Dvalið verður á Hotel The Haven í Ubud í 7 nætur.
Herbergi á The Haven eru yfirgefin á hádegi og haldið er út á flugvöll um kvöldið þar sem flogið verður áleiðis til Íslands rétt uppúr miðnætti.
Frábær upplifun á Bali - þar sem dvölinni er skipt upp á milli svæða. Þannig fæst góð upplifun af eyjunni fögru. Allur akstur á Bali er innifalinn svo og fararstjórn á meðan á dvöl stendur.