Heimsferðir bjóða beint leiguflug til Sikileyjar
Hitastigið á eyjunni er ennþá notalegt og hentar bæði til sólbaða og fyrir þá sem vilja verja tímanum til að skoða þessar stórbrotnu eyju.
Flogið er til Catania og dvalið á ferðamannastaðnum Giardini Naxos í 6 nætur. Þá er haldið til norðurstrandarinnar og dvalið í nágrenni borgarinnar Palermo í 4 nætur, Flogið er til Íslands frá Palermo flugvelli. Áhugaverðar kynnisferðir eru í boði með íslenskum fararstjórum.
Sikiley er stærsta og fjölmennasta eyja Miðjarðarhafsins. Hún liggur á milli suður Ítalíu og norður Afríku. Aðalkennileiti Sikileyjar er eldfjallið Etna sem er á austurströnd eyjunnar. Saga og menning Sikileyjar er einstök og byggir á gömlum menningarlegum grunni og arfleið. Hún hefur að geyma menningarminjar frá Forn-grikkjum. Rómverjum, Býsanska ríkinu, Aröbum, Normönnum, Spánverjum og Frökkum, en allar þessar þjóðir hafa sett mark sitt á sögu eyjarinnar. Fornminjar eru víða og stórkostlegt er að skoða kirkjur og kastalar frá miðöldum, grísk hof og hringleikahús. Þá má sjá mikilfenglegar hallir og herragarða undir renaissance og barokk áhrifum sem voru svo einkennandi fyrir rómverska byggingarlist fyrr á tímum. Jarðvegurinn er frjósamur á Sikiley og sumrin sólrík og þurr. Mest er ræktað af hveiti, sítrusávöxtum, vínviði og möndlum. Bestu baðstrendurnar á Sikiley eru á austurströndinni og þar er þjónusta við ferðamanninn eins og best verður á kostið. Skemmtilegir bæir og þorp með blöndu af fortíð og nútíð einstök upplifun. Matarmenning er mikil á Sikiley, áhugaverð blanda af ítölskum og arabískum áhrifum. Á Sikiley eru einnig framleidd afar góð vín, en þeirra kunnust eru rauðvínið Nero d´Avola og Marsala desertvín, sem er ein aðal útflutnings vara heimamanna.